Fegurð í frostinu
Í morgun var ég að setja mynd á instagram sem ég tók um síðustu helgi af frosnum polli og ég heillaðist af munstrinu sem var í frostinu. Ég var með vinkonu minni til margra ára í sumarbústað á Flúðum og við fórum í bíltúr og m.a á Friðheima þar sem myndin var tekin.
Þegar ég var að skrifa við myndina "fegurðin í frostinu" fór ég að hugsa um það sem við vorum að ræða í bústaðnum, hún var að tala um eitthvað sem gerðist fyrir langalöngu og ég komst að því hvað það er margt sem ég man ekki frá því að ég var yngri og ég velti því fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt.
Er það kannski fegurðin í frostinu að maður man ekki óþægilega hluti nema eins og ég höndla þá ?
Er það frost og þegar kemur þýða þá get ég tekist á við hana smátt og smátt, sumt er svo sárt að það er óþægilegt að horfast í augu við það, en margt af því þarf að afgreiða og það hef ég gert.
Er ekki bara allt í lagi að sumt sé í frosti? þarf maður að vita allt ? Er kannski bara gott að vita ekki allt og leyfa sér bara að njóta og ef það kemur þýða í þessar minningar að skoða hvort ástæða sé til að taka þær og gera eitthvað við þær eða bara að leyfa þeima að fra hjá.
Þessi hugleiðing mín vakti mig til umhugsunar og ég ætla að fá að vita meira um mig sem barn hjá henni mömmu og mig langar að vita meira um hana og pabba og kannski skrifa ég svo sögu þeirra handa börnunum mínum aldrei að vita.
En frost eða þýða það skiptir ekki máli núna á þessari stundu ég er ákveðin í því að eiga góðan dag,
þrátt fyrir að það sé frost úti og kannski líka smá í mér.
Þegar ég var að skrifa við myndina "fegurðin í frostinu" fór ég að hugsa um það sem við vorum að ræða í bústaðnum, hún var að tala um eitthvað sem gerðist fyrir langalöngu og ég komst að því hvað það er margt sem ég man ekki frá því að ég var yngri og ég velti því fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt.
Er það kannski fegurðin í frostinu að maður man ekki óþægilega hluti nema eins og ég höndla þá ?
Er það frost og þegar kemur þýða þá get ég tekist á við hana smátt og smátt, sumt er svo sárt að það er óþægilegt að horfast í augu við það, en margt af því þarf að afgreiða og það hef ég gert.
Er ekki bara allt í lagi að sumt sé í frosti? þarf maður að vita allt ? Er kannski bara gott að vita ekki allt og leyfa sér bara að njóta og ef það kemur þýða í þessar minningar að skoða hvort ástæða sé til að taka þær og gera eitthvað við þær eða bara að leyfa þeima að fra hjá.
Þessi hugleiðing mín vakti mig til umhugsunar og ég ætla að fá að vita meira um mig sem barn hjá henni mömmu og mig langar að vita meira um hana og pabba og kannski skrifa ég svo sögu þeirra handa börnunum mínum aldrei að vita.
En frost eða þýða það skiptir ekki máli núna á þessari stundu ég er ákveðin í því að eiga góðan dag,
þrátt fyrir að það sé frost úti og kannski líka smá í mér.
Comments