Það er ekki allt sem sýnist





Enn og aftur er kominn sunnudagur og ég sest við skriftir, það sem mig langar að segja þennan morguninn er það er ekki allt sem sýnist.

Og hvað á ég við með því jú við vitum ekki allt um fólk og ættum því að fara spaarlega með að dæma aðra og þeirra líf því að við vitum ekki hvað fer fram á  bak við lokaðar dyr og stundum líta hlutirnir einhvern veginn út en eru svo alls ekki svoleiðis.

Mér er minnisstætt sem ég heyrði konu segja fyrir mjög mörgum árum síðan en hún hafði verið að hún hélt í góðu hjónabandi en svo kom maðurinn hennar heim dag einn í byrjun september og sagði henni að hann vildi skilnað , hún var algjörlega varnarlaus og hélt að allt væri í lagi hjá þeim.  Auðvitað var konan í sjokki yfir þessu og fór að kafa í hvað hefði gerst og hvað hún hefði gert rangt og allt það sem fólk fer í gegnum þegar það skilur , hún sagði að fólk hefði talaði um það eftirá að þau hefðu litið út fyrir að fera fullkomin hjón, sem þau kannski voru einhvern tímann en meira að segja í góðum samböndum er ekki alltaf tóm hamingja.
Hún sagði að þegar hún hafi svo farið í bæinn ein rétt fyrir jólin þá hafi hún grátið á Laugarveginum þegar hún  sá allt þetta hamingjusama fólk sem var þar að versla fyrir jólin og að fá sér heitt súkkulaði og gera þessa hluti sem hún og maðurinn voru vön að gera og þetta var mjög erfitt fyrir hana að sjá alla þessa hamingju.

Árið eftir fór hún í bæinn á aðventunni og leið aðeins betur og sá hamingjusama fólkið, en hún sá líka að sumt fólk var að rífast yfir því hvaða stað þau ættu að fara að fá sér súkkulaðið eða hvaða búð þau ættu að fara inn í og hún mundi þá að hún og fyrrverandi höfðu oft lent í þessu, þetta var ekki tóm hamingja eins og hún hafði upplifað í fyrra.






Mér finnst t.d  ennþá erfitt að ganga í gegnum Ikea fyrir jólin og  fara niður í bæ en þessi sorgartilfinning sem fylgir skilnaði kemur og fer og er aðeins betri heldur en í fyrra, en auðvitað sér það enginn utan á mér hverning mér líður og hvers vegna ætti annað fólk sem ég þekki ekki að vera að spá í það? 
Þess vegna finnst mér bara góð regla að koma bara alltaf vel fram við fólk, brosa til þeirra og reyna að vera vingjarnleg, því að ég veit aldrei ef ég ekki þekki manneskjuna hverning henni liður, kannski er hún nýbúin að missa einhvern nákominn hvort heldur hann hefur dáið eða hún er ný búin að ganga í gegnum skilnað eða eitthvað annað.

"Aðgát skal höfð í nærveru sálar" sagði skáldið og það á alltaf vel við ekki bara fyrir jólin.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!