Allt sem er frábært !!
Nú er nýtt ár framundan og þá er gott að skoða hvað árið sem er að líða hefur fært mér og þar er margt að þakka.
Í febrúar bættist við í fjölskylduna mína þessi fallega ömmu stúlka hún fékk nafnið Lísa Mjöll sem passar henni mjög vel því að hún kann svo sannarlega að senda frá sér ljós. Og ég varð strax ástfangin af henni og hef fengið að njóta þess að vera með í hennar lífi og ætla að leggja mig fram við að halda því áfram.
Lísa varð líka til þess að ég kynntist yndislegu fólki sem eru amma og afi föðurmegin og það er mjög dýrmætt fyrir mig.
Árið fór vel með fólkið mitt og þeim gekk öllum vel á þessu ári sem er að líða og það er langt síðan það hefur verið svona mikill stöðuleiki í kringum mig og það ber að þakka.
Vinnulega gekk mér vel og hef fengið að taka þátt í mörgum kraftaverkum þar og stundum hef ég efast um sjálfa mig þar en á þessu ári fékk ég einhvern veginn vissu um að ég væri á réttri hillu í því sem ég er að gera og það er svo góð tilfinning.
Ég hef fengið að rækta fallega vináttu á árinu bæði við gamla og nýja vini og ekki má gleyma fallega Mána gullinu mínu en það er langömmu strákurinn minn ég hef fengið að taka meiri þátt í hans lífi og Sifjar mömmu hans sem er barnabarn mitt og er ótrúlega falleg manneskja.
Rétt fyrir jólin kom fyrrverandi tengdadóttir mín í heimsókn og börnin hennar og ég er svo stolt af honum Smára mínum sem er ömmu strákurin minn og orðinn svo fallegur ungur maður að innan sem utan, hann er í framhaldsnámi í sálfræði, það var kominn tími til að fá einn slíkann í þessa skemmtilega biluðu fjölskyldu mína.
Ég er mjög þákklát fyrir vináttu þeirra og finnst það ekki sjálfsagt að eiga hana.
Ég fór í dásamlegt ferðalag í september til Sviss, Ítalíu, Frakklands og Monacó og það var endalaus fegurð á vegi mínum þar og ég fékk að æfa mig í ítölskunni og með mér í ferðinni var svo skemmtilegt fólk að ég hef ekki hlegið svona mikið í mörg ár og kom heim úthvíld og full af góðri orku.
Fljótlega eftir að ég kom heim fór ég á námskeið í Endurmenntun sem ég hafði fengið í jólagjöf í fyrra frá dætrum mínum en þetta námskeið var um skáldleg skrif og var ótrúlega skemmtilegt og fróðlegt og nú er ég byrjuð að skrifa og ætla að sjá til hvort ég fari á framhaldsnámskeið í mars 2019.
Ég fór í gegnum erfiðar tilfinningar á árinu í sambandi við skilnaðinn og ýmislegt annað en það er bara partur af lífinu og auðvitað þarf ég að upplifa erfileika eins og aðrir en þess vegna kann ég líka svo vel að meta allt það góða sem ég hef fengið á þessu herrans ári 2018.
Ég fór í gærkvöldi að sjá sýningu í Borgarleikhúsinu sem heitir allt sem er frábært og það var skemmtileg sýning með alvarlegum undirtón og góð áminning um að njóta allra litlu hlutana í lífinu, í stað þess að vera alltaf að bíða eftir einhverju stórkostlegu.
Það að vera á lífi er að mínu mati stórkostlegt og ég ætla að halda áfram á nýju ári að vanda mig sem manneskja.
Comments