Posts

Halló halló ertu að koma ????? 2014

Image
Árið 2013 byrjaði ekki vel hjá mér, andleg og líkamleg vanlíðan var í hámarki og ég hafði ekki verið í vinnu frá byrjun otk. 2012.  Það var sótt um fyrir mig á Heilsustofnun í Hveragerði og ég mátti mæta þar 10.janúar og ég var bæði kvíðin og spennt fyrir því,  en batt miklar vonir við að ég næði almennilegri heilsu þar. Það er hörku vinna að ná aftur heilsu þegar maður hefur tapað henni og ég vann vel í mínum málum á hælinu og fékk frábæra hjálp þar. Ég fór í listaþerapíu alveg mögnuð upplifun, ég gerði m.a. þetta lífsins tré með fingurgómunum og uppgvötvaði hvað hendurnar á okkur eru stórkostlegar hef alltaf tekið þeim sem sjálfsögðum hlut en ég geri það ekki lengur. Ég kom heim úr Hveragerði 7. febrúar  mun hressari á líkama og sál búin að hlæja og gráta um alla ganga og kynnast yndislegu fólki og í fyrsta skiptið frá því að veikindin byrjuðu í október  fann ég fyrir von og ég ákvað að láta

Og svo gengu jólin í garð :)

Image
Jólin komu á réttum tíma þetta árið eins og undanfarin ár hjá mér og mínum sem og öðrum landsmönnum. Þennan jólakall saumaði ég fyrir tæpum 30 árum síðan og hann hefur alltaf hangið uppi hjá mér á jólunum síðan. Aðfangadagur rann upp og frúin svaf bara til að verða 10 sem er mjög óvenjuleg fyrir mig, er yfirleitt vöknuð fyrir allar aldir þennan dag, þetta er þroskamerki nr. 1 á jólunum í ár . Fór á fætur setti hundinn út ( er að passa hund í hálfan mánuð  fyrir systur mína  hún er á Kanarí yfir jól og áramót , þar að segja systir mín en ekki hundurinn ) Fór í blómabúðina í mínu hverfi og keypti túlipana og spajallaði við konuna sem á búðina og síðan keyrði ég sem leið lá vestur í bæ til systur minnar með afmælisgjöf en hún varð sextug 25 des. stoppaði og drakk kaffi með þeim og spjallaði í góðan klukkutíma . Hentist þaðan upp í Árbæ til vinkonu minnar með túlipanana og þar hitti ég aðra vinkonu og hennar mann en ég stoppaði frekar stutt þar vegna tímaskorts. Þá l

Jólin eru handan við hornið :)

Image
Já það eru að koma jól og allir eiga að vera glaðir en þannig er það nú því miður ekki, það eru margir sem kvíða þessum árstíma og vilja helst sofa hann af sér og það geta verið margar ástæður fyrir því, ástvinamissir eða eitthvað annað. Ég er sem betur fer ekki lengur ein af þeim sem þjáist af jólakvíða,  það eru samt ekki ýkja mörg ár síðan að ég fann fyrir honum síðast og það voru margar ástæður fyrir því. Sumt kemur  frá æsku jólunum en þau voru stundum skrautleg vegna áfengisdrykkju og ýmisskonar uppákomum tengdu því. Kannski er það þess vegna sem ég fór oft offari á þessum árstíma jólin á mínu heimili áttu að vera fullkomin en það eru víst ekki til fullkomin jól :) Þegar ég hugsa til baka þegar börnin mín voru lítil og ég var á útopnu að klára að skúra og skrúbba þegar allir voru búnir að fara í bað á aðfangadag, skipta á rúmunum, elda matinn og aldrei bað ég um hjálp heldur pirraði mig frekar á því að enginn hjálpaði mér . Ég hef örugglega ekki alltaf verið skem

Falleg fönn, föndur og ljósin á pallinum

Image
Þetta fallega tré er á pallinum hjá mér og það er svo fallegt svona með seríu og snjó.    Fólkið sem við keyptum húsið af gerði pallinn og þegar kom að því að taka tré sem var fyrir skjólveggnum  þá gátu þau ekki hugsað sér það og skáru gat á vegginn og helmingurinn af trénu er inni á palli og hinn út í garðinum og þetta heppnaðist mjög vel hjá þeim og þetta gefur skemmtilegan svip á pallinn allan ársins hring.  Ef sambýlismaður minn fengi að ráða þá væru hreyndýr og jólasveinar með sleða og allskonar á húsinu hjá okkur en hann elskar jólaljós og mikið af þeim, hann kom með þennan snjókall í búið og nú situr hann ofan á grindverkinu á pallinum í kafi af snjó og mér sýnist á svipnum að honum líði bara vel :)  Þessi sveinki er líka heimamundur með manninum og hann situr líka á grindverkinu og fylgist með fuglunum og furðufuglunum sem búa í húsinu. Ég var að mála þessa fugla og kláraði að ganga frá hjörtunum þetta eiga að vera merkimiðar á jólapakka í ár þetta er svo gam

Jóla hjóla tralla la la

Image
Mér finnst svo gaman að jólast skreyta og breyta og baka og hitta góða vini og fjölskyldu,  fá sér eitthvað gott að borða og spjalla og ég tala nú ekki um að malla :) Þetta er það sem ég er búin að vera að gera undanfarið og hef sjaldan verið eins róleg að þessu öllu saman og ég held að það sé þroskamerki, auðvitað breytist margt þegar börnin eru orðin stór og farin að heiman og ég sakna þess að hafa þau ekki nálægt mér í þessum undirbúningi. En ég get ekki stöðvað tímann og haft börnin alltaf lítil og það koma nýjir siðir og venjur og þá verð ég bara að læra að aðlagst því og ég er að því þessa dagana við tvö í kotinu og ég tók ákvörðun um að vera með aðventu kaffi alla sunnudaga fram að jólum og koma þeir sem vilja en annars verðum við bara tvö og það er líka allt í lagi. En þegar börnin eru farin að heiman þá breytist svo margt og ég held að það taki einhvern tíma að aðlagast því, þetta er nýtt skeið og það getur orðið lærdómsríkt og skemmtilegt ef ég ákveð það en ef é

Hjörtu sem slá í takt !!!!

Image
Hjartað okkar er dýrmætt. Um síðustu helgi fór  hún mamma á bráðamóttökuna í Fossvogi af því að hún var búin að vera með brjóstverki í einhvern tíma og hafði ekki verið að sinna því neitt tók bara verkjalyf og hélt áfram að puða en hún kann það svo vel þessi elska. En í framhaldi af því var hún send á hjartadeildina á LSH og fór í hjartaþræðingu strax um morguninn og þá kom í ljós að hún var með stíflaðar æðar og ég þakka henni Böggý systir mikið vel fyrir að hafa ekki hlustað á hana mömmu í þetta sinn og pantað sjúkrabíl til að fara með hana. Aðgerðin tókst vel og mamma er öll að hressast en auðvitað setur þetta hana og okkur svolítið út af laginu og hún þarf að hugsa vel um sig á næstunni ,  ég fór að hugsa um að ég hefði getað misst hana mömmu núna og ég er óendanlega þakklát fyrir að hún fékk að lifa. En þetta fékk mig líka til að hugsa um hvernig hugsa ég um mína hjartaheilsu ? Er ég að taka ábyrgð á þessu mikilvæga líffæri mínu? Hvað get ég gert betur í

Frost og funi !!

Image
Nú er frost á Fróni og þá er gott að fá heita súpu, kveikja á kertum og hafa það notarlegt.  Ég ákvað að elda súpu og kíkti á grænmetis stöðuna hjá mér en ég fór á grænmetismarkaðinn hér í Mosó í síðustu viku og hann verður opinn alla daga fram að jólum og svo eftir áramótin 1 x í viku á meðan eitthvað er til hjá þeim. Það er svo ótrúlega notarlegt að geta farið og keypt grænmetið svona beint það er svo gott á bragðið.  Það sem fór í súpuna en hún er a.m.k fyrir 6 og við erum bara 2 í heimili núna :) en við förum með afganga með okkur í vinnuna á morgun og dæturnar fá heim senda afganga í boxi á morgun þeim leiðist það nú ekki. 8 meðal stórar  gulrætur 1 rauður chilli 3 hvítlaukrif 1 laukur 1 stór sæt kartafla 2 grænmetisteningar 1 tsk svartur pipar 1 tsk kóríander 1 sk turmerik 1 tsk salt 1 dl kókosmjólk 10 dl vatn 1 msk olía  Byrjaði á því að hita olíuna í potti og setti kryddið út í og hitaði það síðan fór pressaður hvítlaukur út í og smátt saxað chilli lét