Jóla hjóla tralla la la

Mér finnst svo gaman að jólast skreyta og breyta og baka og hitta góða vini og fjölskyldu,  fá sér eitthvað gott að borða og spjalla og ég tala nú ekki um að malla :)
Þetta er það sem ég er búin að vera að gera undanfarið og hef sjaldan verið eins róleg að þessu öllu saman og ég held að það sé þroskamerki, auðvitað breytist margt þegar börnin eru orðin stór og farin að heiman og ég sakna þess að hafa þau ekki nálægt mér í þessum undirbúningi.

En ég get ekki stöðvað tímann og haft börnin alltaf lítil og það koma nýjir siðir og venjur og þá verð ég bara að læra að aðlagst því og ég er að því þessa dagana við tvö í kotinu og ég tók ákvörðun um að vera með aðventu kaffi alla sunnudaga fram að jólum og koma þeir sem vilja en annars verðum við bara tvö og það er líka allt í lagi.

En þegar börnin eru farin að heiman þá breytist svo margt og ég held að það taki einhvern tíma að aðlagast því, þetta er nýtt skeið og það getur orðið lærdómsríkt og skemmtilegt ef ég ákveð það en ef ég ætla bara að vera föst í fortíðinni og eyða tímanum í sjálfsvorkun þá er ekki von á góðu.

Núna er tækifæri að búa til nýjar jólavenjur í samráði við börnin, tengdabörnin og barnabörnin og ég ætla að skoða það vel og ræða þessi mál við dæturnar á nýju ári.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!