Hjörtu sem slá í takt !!!!
Hjartað okkar er dýrmætt.
Um síðustu helgi fór hún mamma á bráðamóttökuna í Fossvogi af því að hún var búin að vera með brjóstverki í einhvern tíma og hafði ekki verið að sinna því neitt tók bara verkjalyf og hélt áfram að puða en hún kann það svo vel þessi elska.
En í framhaldi af því var hún send á hjartadeildina á LSH og fór í hjartaþræðingu strax um morguninn og þá kom í ljós að hún var með stíflaðar æðar og ég þakka henni Böggý systir mikið vel fyrir að hafa ekki hlustað á hana mömmu í þetta sinn og pantað sjúkrabíl til að fara með hana.
Aðgerðin tókst vel og mamma er öll að hressast en auðvitað setur þetta hana og okkur svolítið út af laginu og hún þarf að hugsa vel um sig á næstunni , ég fór að hugsa um að ég hefði getað misst hana mömmu núna og ég er óendanlega þakklát fyrir að hún fékk að lifa.
En þetta fékk mig líka til að hugsa um hvernig hugsa ég um mína hjartaheilsu ? Er ég að taka ábyrgð á þessu mikilvæga líffæri mínu? Hvað get ég gert betur í heilsueflingu og núna þegar tími hangikjöts og súkkulaðis er í hámarki þarf ég að hugsa minn gang.
Ég ætla ekki að velta mér uppúr þessu heldur skoða þetta bara frá öllum hliðum og muna að njóta en ekki þjóta því að streitan hefur mikil áhrif á hjartað, og hláturinn lengir lífið.
Comments