Frost og funi !!

Nú er frost á Fróni og þá er gott að fá heita súpu, kveikja á kertum og hafa það notarlegt.

 Ég ákvað að elda súpu og kíkti á grænmetis stöðuna hjá mér en ég fór á grænmetismarkaðinn hér í Mosó í síðustu viku og hann verður opinn alla daga fram að jólum og svo eftir áramótin 1 x í viku á meðan eitthvað er til hjá þeim. Það er svo ótrúlega notarlegt að geta farið og keypt grænmetið svona beint það er svo gott á bragðið.
 Það sem fór í súpuna en hún er a.m.k fyrir 6 og við erum bara 2 í heimili núna :) en við förum með afganga með okkur í vinnuna á morgun og dæturnar fá heim senda afganga í boxi á morgun þeim leiðist það nú ekki.

8 meðal stórar  gulrætur
1 rauður chilli
3 hvítlaukrif
1 laukur
1 stór sæt kartafla
2 grænmetisteningar
1 tsk svartur pipar
1 tsk kóríander
1 sk turmerik
1 tsk salt
1 dl kókosmjólk
10 dl vatn
1 msk olía
 Byrjaði á því að hita olíuna í potti og setti kryddið út í og hitaði það síðan fór pressaður hvítlaukur út í og smátt saxað chilli lét þetta hitna í nokkrar mínútur og hrærði í á meðan.
 Því næst fóru gulræturnar og kartöflurna smátt skornar út í og þær fengu að hitna vel í gegn í kryddinu þá bætti ég vatninu og teningunum út í og lét suðuna koma upp og lækkaði svo hitann og lét þetta malla á vægum hita í 20 mín.
Næst maukaði ég súpuna með töfrasprotanum og þegar ég var búin að því þá setti ég kókosmjólkina út í og leifði þessu að malla við vægan hita á meðan ég bakaði skonsur. Ég smakkaði á súpunni og bætti smá kryddi út í fannst hún ekki nógu krassandi en það er bara smekksatriði hvað maður vill hafa hana sterka.

 Þessi súputilraun heppnaðist vel hún var mjög góð og mjúk á bragðið en samt kröftug.

Það er svo notarlegt að baka skonsur og sjóða súpu þegar svona kalt er í veðri það er alveg öruggt að ég geri þessa aftur seinna og þá er gott að eiga uppskriftina hérna inni því að ég man aldrei stundinni lengur hvað ég set í þessar súpur mínar. 

Njótið kvöldsins !!!

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!