Og svo gengu jólin í garð :)

Jólin komu á réttum tíma þetta árið eins og undanfarin ár hjá mér og mínum sem og öðrum landsmönnum.
Þennan jólakall saumaði ég fyrir tæpum 30 árum síðan og hann hefur alltaf hangið uppi hjá mér á jólunum síðan.


Aðfangadagur rann upp og frúin svaf bara til að verða 10 sem er mjög óvenjuleg fyrir mig, er yfirleitt vöknuð fyrir allar aldir þennan dag, þetta er þroskamerki nr. 1 á jólunum í ár.

Fór á fætur setti hundinn út ( er að passa hund í hálfan mánuð  fyrir systur mína  hún er á Kanarí yfir jól og áramót , þar að segja systir mín en ekki hundurinn )

Fór í blómabúðina í mínu hverfi og keypti túlipana og spajallaði við konuna sem á búðina og síðan keyrði ég sem leið lá vestur í bæ til systur minnar með afmælisgjöf en hún varð sextug 25 des. stoppaði og drakk kaffi með þeim og spjallaði í góðan klukkutíma . Hentist þaðan upp í Árbæ til vinkonu minnar með túlipanana og þar hitti ég aðra vinkonu og hennar mann en ég stoppaði frekar stutt þar vegna tímaskorts.
Þá lá leið mín í Grafarvoginn með pakka til systur minnar sem þar býr og inn ég dreif  mig  hjá þeim og hitti glænýtt barnabarn sem hún var að eignast og ég  hafði ekki séð,  úff svo sæt þessi elska.

Meðan ég stoppaði í Grafarvoginum þá hringdi fyrrverandi tengdadóttir mín sem hefur verið svo yndisleg að koma alltaf til mín með barnabarnið mitt á aðfangadag  og svo eftir að hún eignaðist dóttur þá kemur hún líka með og mér finnst ótrúlega vænt um þessa hefð og ennþá vænna um að þótt barnabarnið mitt sé orðið 21 árs og byrjað í Háskóla þá nennir hann enn að koma.

þegar þau fóru kl. að verða þrjú  kveikti ég undir  steikinni  og skrapp til vinkonu minnar sem býr í sama sveitafélagi ,ég færði henni  smá pakka og fékk mér  kaffi og andaði aðeins hjá henni.

Síðan fór ég heim og þá komu gestir og þau sátu í smá stund og þegar þau fóru þá byrjaði ég að undirbúa forréttinn og athuga með meðlætið með steikinni og lagði á borðið þegar þessu var lokið var  klukkan að verða 5.

 þá skellti frúin sér í sturtu og þegar því lauk þurfti ég að fara niður í bæ að sækja dætur mínar og mömmu mína vestur í bæ en fyrst þurfti ég að koma við og fá lánað búr fyrir kettlinginn sem hún Alma dóttir mín ætlað að taka með sér í jólaboðið,  kötturinn og dæturnar ætluðu að gista á jólanótt hjá okkur.

Þegar ég lagði af stað í að sækja veilsugestina þá fann ég fyrir miklu stressi bæði yfir því hvað klukkan var margt og líka út af því að það logaði eitthvað torkennilegt ljós í mælaborðinu á bílnum mínum (veit núna að þetta var aðvörun um  bremsur ).

 Þroskamerki nr. 2 á þessum jólum: var að ég hugsaði með mér" það er allt í lagi þótt við borðum ekki kl 6 eins við erum vön jólin verða ekki ónýt  við það" og í kaupbæti heyrði ég í fyrsta skiptið Hallgrímkirkju spila jólalag á klukkurnar sínar af því að ég var í hverfinu á þessum tíma alveg ný upplifun hjá mér mjög svo hátíðlegt.


Þegar ég kom heim með ömmuna, dæturnar og köttinn þá var klukkan 18.15 og ég átti eftir að skipta um föt og fara í jólakjólinn og ég gerði það í snarhasti og svo var svuntan sett upp og hafist handa við eldhússtörfin, sambýlingurinn spurði hvort hann gæti eitthvað aðstoðað en hann var lasinn og drulluslappur en fékk samt að skræla kartöflurnar, aspassúpan fór á borðið og vaktil lukku eins og alltaf ( verð að fara skipta út forrétti ) og þegar við höfðum boraða hana í rólegheitum og búið var að bera diskana fram þá tók ég til við að gera sósuna með steikinni en hún hefur alltaf verið geggjuð hjá mér þessi sósa.

Eldhúsið var á þessum tímapunti eins og vígvöllur ég var að velta gulrótum sem ég hafði soðið og rósinkáli upp úr smjöri á pönnu og hita rauðkálið sem ég gerði auðvitað sjálf setja asíur, rauðrófur og allers í skálar og var eins og kolkrabbi við þetta, þá vildi ekki betur til að þegar ég var að hrista jafninginn í sósuna þá fauk lokið af og hveiti jafningurinn slettist upp á veggi og loft og niður á gólf og hundurinn var mættur til að athuga hvort eitthvað ætilegt hafi farið á gólfið þótt hann væri ný búinn að fá hudapatei og stela kattapatei frá kettlingum.




Þarna féllust mér næstum því hendur en þroskamerki nr: 3 á þessum jólum var:
 ég skúra þetta bara upp og súpan sjatnar bara betur í mannskapnum,  ég reyni bara aftur og á meðan á því stóð hafði ég sett grillið á ofninn til að fá pöruna á steikinga aðeins meira krispí,  og viti menn allt í einu finn ég svona einkennilega lykt og var ekki puran þá byrjuð að brenna. Já auðvitað gat hún nú  ekki verið til friðs á meðan ég sauð og skúraði og setti í skálar og reyndi að reka hundinn á dyr en sem betur fer var nú kötturinn til friðs á þessum tímapunti því hann var í búrinu fína sem ég fékk lánað á leiðinni í bæinn.

Maturinn fór á borðið rétt um sjö svínasteik með puru sem var aðeins brunnin, sósan ágæt á bragðið en ekki eins og hún var vön að vera, meðlætið að mestu leiti í lagi þótt grænmetið hafi verið orðið aðeins of mjúkt, en allir voru rólegir og kurteisir og sögðu að þetta væri alveg æði eins og venjulega. Á meðan við gæddum okkur á matnum hringdi einka sonurinn frá Lissabon en hann er búsettur þar núna og hann talaði við alla og það var mjög gaman að heyra í honum þótt það hafi verið smá tregi í því líka, elsta dóttirin og hennar fjölskylda var heldur ekki með okkur þau voru í Borgarnesi hjá hans fólki og auðvita vað tregi út af því líka.

En þroskamerki nr. 4 á þessum jólum:

Njóta þeirra sem voru hjá mér en ekki væla yfir þeim sem ekki gátu verið hjá mér.
Eftir matinn og frágang var tekið til við að opna gjafir og það er alltaf skemmtilegt og allir glaðir með sitt. ( þótt ég hafi nú ekki fengið það sem mig langaði mest í frá bóndanum )

Þroskamerki nr. 5 á þessum jólum 
ekki láta á neinu bera með það vera glöð með það sem ég fékk en ekki fúl yfir því sem ég ekki fékk.

Veðrið fór að versna og mamma vildi komast heim þannig að ég keyrði hana áður en desertinn var borinn fram og það gekk bara vel, en enn logaði á rauða ljósinu í mælaborðinu og það var smá stress yfir því  en heil á húfi komst ég heim og gaf þeim heimalagaðan ís, með heimagerðri súkkulaðisósu og jarðaberjum.

  Þá var klukkan að verða ellefu og kettlingurinn kominn fram og var skíthræddur, hundurinn lét eins og hann vildi éta hann og ég skildi ekkert í því hvað ég var orðin þreitt og þegar ég var búin að koma dætrunum fyrir á svefnstað og vissi að hundurinn, kötturinn, kallinn væru á sínum stað þá steinsofnaði ég og skal engan undra eftir svona viðburðaríkan dag.

Þroskamerki nr.6 á þessum jólum:

Ég steinsvaf þrátt fyrir hund og kött og treysti því bara að þeir yrðu til friðs og svaf eins og engill á nýja heilsu koddanum sem ég fékk í jólagjöf. Og enn og aftur gat ég lært eitthvað nýtt af þessum aðfangadegi :)

LÆRDÓMUR:

Ég ætti kannski að vera aðeins rólegri og nota dagana á undan til að heimsækja fólk og færa því gjafir og njóta þess að stoppa hjá þeim í stað þess að þjóta svona eins og vitleysingur :)




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!