Falleg fönn, föndur og ljósin á pallinum

Þetta fallega tré er á pallinum hjá mér og það er svo fallegt svona með seríu og snjó.  

 Fólkið sem við keyptum húsið af gerði pallinn og þegar kom að því að taka tré sem var fyrir skjólveggnum  þá gátu þau ekki hugsað sér það og skáru gat á vegginn og helmingurinn af trénu er inni á palli og hinn út í garðinum og þetta heppnaðist mjög vel hjá þeim og þetta gefur skemmtilegan svip á pallinn allan ársins hring.


 Ef sambýlismaður minn fengi að ráða þá væru hreyndýr og jólasveinar með sleða og allskonar á húsinu hjá okkur en hann elskar jólaljós og mikið af þeim, hann kom með þennan snjókall í búið og nú situr hann ofan á grindverkinu á pallinum í kafi af snjó og mér sýnist á svipnum að honum líði bara vel :)

 Þessi sveinki er líka heimamundur með manninum og hann situr líka á grindverkinu og fylgist með fuglunum og furðufuglunum sem búa í húsinu.

Ég var að mála þessa fugla og kláraði að ganga frá hjörtunum þetta eiga að vera merkimiðar á jólapakka í ár þetta er svo gaman.


Þessi jólaálfur situr á hilluhorni í eldhúsinu hjá okkur og hann var glaðlegur í framan þegar hann fylgdist með aðförunum hjá mér :)

Eins og sjá má þá eru jólasveinar, álfar, snjókallar og allskonar fuglar á ferðinni hérna hjá mér og svo erum við tvö sem búum hérna hálgerðir furðufuglar og erum ánægð með það.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!