Falleg fönn, föndur og ljósin á pallinum
Þetta fallega tré er á pallinum hjá mér og það er svo fallegt svona með seríu og snjó.
Ef sambýlismaður minn fengi að ráða þá væru hreyndýr og jólasveinar með sleða og allskonar á húsinu hjá okkur en hann elskar jólaljós og mikið af þeim, hann kom með þennan snjókall í búið og nú situr hann ofan á grindverkinu á pallinum í kafi af snjó og mér sýnist á svipnum að honum líði bara vel :)
Þessi sveinki er líka heimamundur með manninum og hann situr líka á grindverkinu og fylgist með fuglunum og furðufuglunum sem búa í húsinu.
Ég var að mála þessa fugla og kláraði að ganga frá hjörtunum þetta eiga að vera merkimiðar á jólapakka í ár þetta er svo gaman.
Þessi jólaálfur situr á hilluhorni í eldhúsinu hjá okkur og hann var glaðlegur í framan þegar hann fylgdist með aðförunum hjá mér :)
Eins og sjá má þá eru jólasveinar, álfar, snjókallar og allskonar fuglar á ferðinni hérna hjá mér og svo erum við tvö sem búum hérna hálgerðir furðufuglar og erum ánægð með það.
Comments