Posts

Það er ekki allt sem sýnist

Image
Enn og aftur er kominn sunnudagur og ég sest við skriftir, það sem mig langar að segja þennan morguninn er það er ekki allt sem sýnist. Og hvað á ég við með því jú við vitum ekki allt um fólk og ættum því að fara spaarlega með að dæma aðra og þeirra líf því að við vitum ekki hvað fer fram á  bak við lokaðar dyr og stundum líta hlutirnir einhvern veginn út en eru svo alls ekki svoleiðis. Mér er minnisstætt sem ég heyrði konu segja fyrir mjög mörgum árum síðan en hún hafði verið að hún hélt í góðu hjónabandi en svo kom maðurinn hennar heim dag einn í byrjun september og sagði henni að hann vildi skilnað , hún var algjörlega varnarlaus og hélt að allt væri í lagi hjá þeim.  Auðvitað var konan í sjokki yfir þessu og fór að kafa í hvað hefði gerst og hvað hún hefði gert rangt og allt það sem fólk fer í gegnum þegar það skilur , hún sagði að fólk hefði talaði um það eftirá að þau hefðu litið út fyrir að fera fullkomin hjón, sem þau kannski voru einhvern tímann en m...

Sunnudagar til sælu

Image
Ég elska að vakna snemma á sunnudögum og fá mér gott kaffi og meðlæti,  sitja í kyrrðinni og skrifa eða lesa. Í morgun vaknað ég mjög snemma veit ekki hvort það er aldurinn eða bara búin að hvílast nóg, enda skiptir það kannski ekki öllu máli. ég er að lesa nokkrar bækur núna eins og svo oft áður og ein af þeim heitir " Hamingjan eflir heilsuna" og hún fjallar um jákvæða sálfræði og í einum kaflanum er fjallað um hvað það er sem getur aukið vellíðan og þetta eru fimm atriði sem er talað um. 1. Ræktaðu samskipti:  Ég er að reyna mitt besta til að vera í góðum samskiptum við fólkið mitt, en stundum finnst mér ég ekki gera nóg og þá eykur það ekki vellíðan hjá mér, heldur fer ég að skamma mig fyrir að standa mig ekki betur, ég var að hugsa um þetta þegar ég vaknaði í morgun og hverning ég gæti bætt úr þessu. Ég verð að sætta mig við að það eru bara 24 tímar í sólarhring og 8 af þeim fara í vinnu og þá eru 16 eftir og það er oft talað um að ná 8 tíma svefni sé nauð...

Fegurð í frostinu

Image
Í morgun var ég að setja mynd á instagram sem ég tók um síðustu helgi af frosnum polli og ég heillaðist af munstrinu sem var í frostinu.  Ég var með vinkonu minni til margra ára í sumarbústað á Flúðum og við fórum í bíltúr og m.a á Friðheima þar sem myndin var tekin. Þegar ég var að skrifa við myndina "fegurðin í frostinu" fór ég að hugsa um það sem við vorum að ræða í bústaðnum, hún var að tala um eitthvað sem gerðist fyrir langalöngu og ég komst að því hvað það er margt sem ég man ekki frá því að ég var yngri og ég velti því fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt. Er það kannski fegurðin í frostinu að maður man ekki óþægilega hluti nema eins og ég höndla þá ? Er það frost og þegar kemur þýða þá get ég tekist á við hana smátt og smátt, sumt er svo sárt að það er óþægilegt að horfast í augu við það, en margt af því þarf að afgreiða og það hef ég gert. Er ekki bara allt í lagi að sumt sé í frosti? þarf maður að vita allt ? Er kannski bara gott að vita ekki allt og...

Samþykki eða Acceptance

Image
Ég vaknaði í morgun og var svolíðið væmin en þakklát fyrir að eiga einu sinni enn afmæli og að hafa náð 62 árum, því að það er alls ekki sjálfsagt. Myndin er tekin í Berlin af húsvegg veit ekki hver höfundurinn er. Á borðinu mínu í vinnunni er blað sem ég lánaði vinnufélga mínum en ég hef ekki lesið það sjálf, og ég fór að glugga í það yfir morgunkaffinu og rakst á smá grein um Acceptance og fór að velta þessu orði fyrir mér í ljósi dagsins í dag. Ég held að mér hafi farið mikið fram í að samþykkja mig eins og ég er, en það koma dagar þar sem ég "dett í það" að skoða fortíðina og þá kemur stundum eftirsjá, og ég hugsa um hvað hefði ég viljað gera öðruvísi við líf mitt og hverning hefði ég getað orðið betri sem t.d. móðir, maki, systir og vinur. Stöku sinnum fer ég í herferð við að setja út á líkama minn sem er náttúrlega bara stórkostlegur eins og hann er, með öllum sínum merkjum og hrukkum sem segja bara...

Hvar er hamingjan ?

Image
Það er góð spurning hvar er þessi blessaða hamingja, jú hún er innra með okkur og allt í kring ef við bara lítum upp og gefum okkur tækifæri til að finna fyrir henni. Það eru ekki forréttindi eða álög að vera hamingjusamur, en við þurfum að passa okkur á því að leita ekki að henni t.d á flöskubotni, í öðru fólki eða í hlutum sem við getum keypt, auðvitað getur annað fólk aukið á hamingju okkar og það að kaupa sér eitthvað fallegt getur glatt mann, en hamingjan þarf að koma innan frá og við þurfum oft að skoða vel og spyrja okkur er ég hamingjusöm í því sem ég er að gera t.d vinnunni, sambandinu mínu og lífinu yfirleitt og ef svarið er nei þá er gott að skoða hvað veldur því. Það eru ekki allir dagar jafngóðir hjá okkur þanning er það bara í lífinu, það er stöðugt á hreyfingu og hittir okkur misvel, en ef við erum dugleg að horfa á það sem við höfum, í stað þess að horfa á það sem við höfum ekki þá hjálpar það okkur.

Hindranir í höfðinu á mér.

Image
Í byrjun árs finnst mér oft gott að líta yfir farinn veg og skoða hverju ég hef áorkað á síðasta ári, og hvað langar mig að gera á þessu frábæra nýja ári 2018? Og þá vaknar spurningin er eitthvað sem ég sé eftir að hafa ekki reynt að gera á síðasta ári og af hverju reyndi ég það ekki? Er það af því að einhver sagði mér að ég gæti það ekki eða var það bara ég sjálf sem sagði við mig   " þú getur ekki gert þetta þú ert nú orðin of gömul eða eitthvað annað" Já það eru nefnilega við sem erum oft mesta hindrunin í okkar lífi  og stundum felum við okkur á bakvið annað fólk til að þurfa ekki að reyna eitthvað nýtt. Er ekki betra að reyna og jafnvel mistakast, heldur en að segja seinna ég hefði átt að gera þetta eða hitt, ég held það, persónulega hef ég sem betur fer lært að mörgum af mínum mistökum og er í dag þakklát fyrir að hafa látið á ýmislegt reyna, en viðurkenni þó að það eru hlutir sem ég hefði viljað gera en gerði ekki. En ennþá er tækifæri fyrir mig að gera...

Kona 60+ einhleyp og hvað

Image
Hvað þýðir það að vera einhleypur ????   Þýðir það að vera alltaf einn úti að hlaupa og kaupa, þetta er svolítið skrítið orð finnst mér og ekki er betra að vera fráskilin. Skilin frá þeim sem þú elskar eða elskaðir, frá fjölskyldu þeirra og kannski einhverjum vinum, hljómar ekki vel en þanning er það oft og það getur verið erfitt fyrir fólk að vinna úr því. Hvað  þýðir þetta fyrir konu sem er komin yfir sextugt, er þá lífinu lokið af því að þú ert að eldast og átt ekki maka?  Ertu þá bara alveg úti að aka og nennir ekki lengur að vaka, hvað þá að baka? Það fer örugglega bara eftir því hverning persóna þú ert og ég held líka að það sé mikill munur á körlum og konum, konur eru oft betur settar félagslega og eiga því auðveldara með  að fóta sig í nýja lífinu, og auðvitað eru einhverjir karlenn þannig líka en það er sjaldgæfara. Ég hef nóg að gera og stundum allt of mikið og get ráðið því sjálf hvort ég sé úti á hverju kvöldi að gera eitthv...