Samþykki eða Acceptance

Ég vaknaði í morgun og var svolíðið væmin en þakklát fyrir að eiga einu sinni enn afmæli og að hafa náð 62 árum, því að það er alls ekki sjálfsagt.


Myndin er tekin í Berlin af húsvegg veit ekki hver höfundurinn er.
Á borðinu mínu í vinnunni er blað sem ég lánaði vinnufélga mínum en ég hef ekki lesið það sjálf, og ég fór að glugga í það yfir morgunkaffinu og rakst á smá grein um Acceptance og fór að velta þessu orði fyrir mér í ljósi dagsins í dag.

Ég held að mér hafi farið mikið fram í að samþykkja mig eins og ég er, en það koma dagar þar sem ég "dett í það" að skoða fortíðina og þá kemur stundum eftirsjá, og ég hugsa um hvað hefði ég viljað gera öðruvísi við líf mitt og hverning hefði ég getað orðið betri sem t.d. móðir, maki, systir og vinur.
Stöku sinnum fer ég í herferð við að setja út á líkama minn sem er náttúrlega bara stórkostlegur eins og hann er, með öllum sínum merkjum og hrukkum sem segja bara til um hversu lengi og vel hann hefur þjónað mér, hvaða rétt hef ég þá að tala svona niður til hans? ..Nei ég er með fína kálfa og flottan rass takk fyrir takk...

Auðvitað er margt sem ég hefði viljað gera betur og öðruvísi en hvað með það, ég er að vanda mig í dag og það skiptir mestu máli núna, Það hefur hjálpað mér mikið að lifa í núinu og stunda mínar núvitundaræfingar og ég finn það bæði líkamlega og andlega og þess vegna ætla ég að halda því áfram.
Ég er ennþá stundum pirrandi mamma og hvað með það? Er það ekki bara í góðu lagi, ég held það ef ég væri aldrei pirrandi þá vissu börnin ( sem eru orðin fullorðin) ekki hverning það er að eiga frábæra mömmu sem ég er á mínum bestu dögum.

Mynd tekin í Berlin.

Mér finnst í dag á þessum afmælisdegi ég vera heppasta kona í heimi, jafnvel þótt ég vilji losna við nokkur kíló og koma mér aftur í hreyfingu, þá ætla ég ekkert að berja mig niður fyrir það, heldur fagna því sem ég hef, en ekki væla um eitthvað sem skiptir engu máli.
Fjársjóðurinn minn er:
Ég á yndisleg og velheppnuð börn og barnabörn og barnabarnabarn vá...að fá að upplifa það.
Vinn með yndislegu fólki sem ég er svo heppin að geta líkað kallað vini mína og fæ að vera nákvæmlega eins og ég er með þeim.
Ég á líka dásamlegar vinkonur og vini og það er mjög dýrmætt og það eins með þau að ég fæ að vera ég sjálf 100% og þarf ekki að leika nein leikrit með þeim og hef getað fellt mínar grímur sem fylgdu mér svo lengi og voru til trafala.
Systur mínar eru algjör fjársjóður og það er svo gaman að sjá hversu líkar en samt ólíkar við erum og hvað það er mikill kærleikur á milli okkar og jafnvel þær sem ég er ekki í stöðugu sambandi við elska ég líka mikið, því að þær meiga bara vera eins og þær eru eins og ég.

Að vakna á morgnana og geta litið í spegilinn og verið sátt við mig og hverning ég kem fram við annað fólk finnst mér algjör forréttindi og ég ætla að halda áfram að vinna í samþykki eða acceptance og kærleika og þrátt fyrir að það rigni úti núna er sólskin og þakklæti í mínu hjarta í dag.

Vá hvað ég er æðisleg ;)


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!