Posts

Samþykki eða Acceptance

Image
Ég vaknaði í morgun og var svolíðið væmin en þakklát fyrir að eiga einu sinni enn afmæli og að hafa náð 62 árum, því að það er alls ekki sjálfsagt. Myndin er tekin í Berlin af húsvegg veit ekki hver höfundurinn er. Á borðinu mínu í vinnunni er blað sem ég lánaði vinnufélga mínum en ég hef ekki lesið það sjálf, og ég fór að glugga í það yfir morgunkaffinu og rakst á smá grein um Acceptance og fór að velta þessu orði fyrir mér í ljósi dagsins í dag. Ég held að mér hafi farið mikið fram í að samþykkja mig eins og ég er, en það koma dagar þar sem ég "dett í það" að skoða fortíðina og þá kemur stundum eftirsjá, og ég hugsa um hvað hefði ég viljað gera öðruvísi við líf mitt og hverning hefði ég getað orðið betri sem t.d. móðir, maki, systir og vinur. Stöku sinnum fer ég í herferð við að setja út á líkama minn sem er náttúrlega bara stórkostlegur eins og hann er, með öllum sínum merkjum og hrukkum sem segja bara...

Hvar er hamingjan ?

Image
Það er góð spurning hvar er þessi blessaða hamingja, jú hún er innra með okkur og allt í kring ef við bara lítum upp og gefum okkur tækifæri til að finna fyrir henni. Það eru ekki forréttindi eða álög að vera hamingjusamur, en við þurfum að passa okkur á því að leita ekki að henni t.d á flöskubotni, í öðru fólki eða í hlutum sem við getum keypt, auðvitað getur annað fólk aukið á hamingju okkar og það að kaupa sér eitthvað fallegt getur glatt mann, en hamingjan þarf að koma innan frá og við þurfum oft að skoða vel og spyrja okkur er ég hamingjusöm í því sem ég er að gera t.d vinnunni, sambandinu mínu og lífinu yfirleitt og ef svarið er nei þá er gott að skoða hvað veldur því. Það eru ekki allir dagar jafngóðir hjá okkur þanning er það bara í lífinu, það er stöðugt á hreyfingu og hittir okkur misvel, en ef við erum dugleg að horfa á það sem við höfum, í stað þess að horfa á það sem við höfum ekki þá hjálpar það okkur.

Hindranir í höfðinu á mér.

Image
Í byrjun árs finnst mér oft gott að líta yfir farinn veg og skoða hverju ég hef áorkað á síðasta ári, og hvað langar mig að gera á þessu frábæra nýja ári 2018? Og þá vaknar spurningin er eitthvað sem ég sé eftir að hafa ekki reynt að gera á síðasta ári og af hverju reyndi ég það ekki? Er það af því að einhver sagði mér að ég gæti það ekki eða var það bara ég sjálf sem sagði við mig   " þú getur ekki gert þetta þú ert nú orðin of gömul eða eitthvað annað" Já það eru nefnilega við sem erum oft mesta hindrunin í okkar lífi  og stundum felum við okkur á bakvið annað fólk til að þurfa ekki að reyna eitthvað nýtt. Er ekki betra að reyna og jafnvel mistakast, heldur en að segja seinna ég hefði átt að gera þetta eða hitt, ég held það, persónulega hef ég sem betur fer lært að mörgum af mínum mistökum og er í dag þakklát fyrir að hafa látið á ýmislegt reyna, en viðurkenni þó að það eru hlutir sem ég hefði viljað gera en gerði ekki. En ennþá er tækifæri fyrir mig að gera...

Kona 60+ einhleyp og hvað

Image
Hvað þýðir það að vera einhleypur ????   Þýðir það að vera alltaf einn úti að hlaupa og kaupa, þetta er svolítið skrítið orð finnst mér og ekki er betra að vera fráskilin. Skilin frá þeim sem þú elskar eða elskaðir, frá fjölskyldu þeirra og kannski einhverjum vinum, hljómar ekki vel en þanning er það oft og það getur verið erfitt fyrir fólk að vinna úr því. Hvað  þýðir þetta fyrir konu sem er komin yfir sextugt, er þá lífinu lokið af því að þú ert að eldast og átt ekki maka?  Ertu þá bara alveg úti að aka og nennir ekki lengur að vaka, hvað þá að baka? Það fer örugglega bara eftir því hverning persóna þú ert og ég held líka að það sé mikill munur á körlum og konum, konur eru oft betur settar félagslega og eiga því auðveldara með  að fóta sig í nýja lífinu, og auðvitað eru einhverjir karlenn þannig líka en það er sjaldgæfara. Ég hef nóg að gera og stundum allt of mikið og get ráðið því sjálf hvort ég sé úti á hverju kvöldi að gera eitthv...

Það kom að því !!!

Image
Enn einu sinni ætla ég að reyna að byrja að blogga aftur, tíminn líður svo hratt og það hefur verið nóg að gera hjá mér, búin að flytja 2 x á þessu ári og er núna að koma mér fyrir í íbúðinni sem ég keypti mér í vor og er að byrja að finna mig heima þar og það er svo gott. Það sem kveikti í mér að skrifa í kvöld var að ég var á FB og ýtti á gamni mínu á hvað yrði í huga mínum 2018, og það er ótrúlegt hvað það sem kom út hitti mig vel. "Whenever I find myself doubting how far I can go, I will remember how far I have come. I will remember everything I've  faced, all the battles I've won and all the fears I've overcome" Ég hef verið dugleg við það undanfarið að gera lítið úr því sem ég hef verið að gera, og sagt mér að það þýði ekkert fyrir mig að hugsa um að skipta um vinnu eða elta drauma mína af því að ég sé svo gömul og kunni ekki nóg sem er bara algjör vitleysa.  Auðvitað get ég ekki vitað hvað í mér býr ef ég læt ekki á það reyna, þannig að n...

Sunnudags hugleiðing í 101 Reykjavík

Það er skrítin tilfinning að setjast niður og byrja að blogga aftur það hefur svo margt gerst síðan síðast ég átti frábært ár 2016 en þá náði ég þeim merka áfanga að verða sextug og líka að verða langamma sem er frábært og hann er yndislegur drengur hann Máni minn og hún mamma hans hún Sif. En svo í byrjun árs 2017 þá flutti ég að heiman og byrjaði nýtt líf og þegar ég lít til baka á þessi ár sem ég átti í Mosó þá er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á þaðan og ætla að varðveita þær. það er leitt að árin okkar urðu ekki fleiri þar og að ég náði ekki að reisa gróðurhúsið sem ég ætlaði að dunda mér í þegar ég færi á eftirlaun en svona er lífið stöðugt að koma manni á óvart. Núna bý ég í 101 Rvk í blokk og í fyrsta skiptið á ævinni bý ég alveg ein og það er skrítin tilfinning að vera orðin sextug og byrja upp á nýtt, og ég veit að það í mínu valdi að gera það besta úr því sem ég hef og ég er alveg ákveðin í því að verða ekki bitur kona sem kennir einhverjum öðrum um hver...

Viðburðarríkt ár 2016 fyrsti hluti

Image
Það er ekkert búið að vera neitt smá gaman hjá mér þetta árið ég varð sextug í sumar og því var fagnað í mörgum löndum. Það byrjaði í Dublin en þangað fórum við í janúar að heimsækja Nonna minn og vorum þar eina helgi og það var mjög gaman að koma þangað og ég er alveg til í að koma þangað aftur að sumri til. Það er marft að sjá t.d Trinity College en hann var stofnaður 1592 og þar hafa margir gengið um gangana og lesið og lært, þetta er mjög merkileg bygging,írska fólkið er vinsamlegt og mjög líkt okkur íslendingum enda sagt að við séum með írskt blóð í æðum það voru líka þekkt ljóðskáld sem bjuggu í Dublin eins og t.d  George Bernard Shaw, Yeats og fleiri. Það voru skemmtilega skreytt hús í Dublin tilvitnanir í ljóð skálda sem þar bjuggu einu sinni. Þarna erum við Nonni í borgartúr Pétur var með okkur en hann er eitthvað myndfælinn gaman að fara og sjá borgina í svona túristastrætó.   Þetta er tilvitnum sem ég hef oft heyrt og það er alveg víst að það er eitt...