Sunnudags hugleiðing í 101 Reykjavík

Það er skrítin tilfinning að setjast niður og byrja að blogga aftur það hefur svo margt gerst síðan síðast ég átti frábært ár 2016 en þá náði ég þeim merka áfanga að verða sextug og líka að verða langamma sem er frábært og hann er yndislegur drengur hann Máni minn og hún mamma hans hún Sif.

En svo í byrjun árs 2017 þá flutti ég að heiman og byrjaði nýtt líf og þegar ég lít til baka á þessi ár sem ég átti í Mosó þá er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á þaðan og ætla að varðveita þær. það er leitt að árin okkar urðu ekki fleiri þar og að ég náði ekki að reisa gróðurhúsið sem ég ætlaði að dunda mér í þegar ég færi á eftirlaun en svona er lífið stöðugt að koma manni á óvart.

Núna bý ég í 101 Rvk í blokk og í fyrsta skiptið á ævinni bý ég alveg ein og það er skrítin tilfinning að vera orðin sextug og byrja upp á nýtt, og ég veit að það í mínu valdi að gera það besta úr því sem ég hef og ég er alveg ákveðin í því að verða ekki bitur kona sem kennir einhverjum öðrum um hverning komið er fyrir mér, heldur ætla ég að reyna að lifa og njóta þess sem koma skal.

Ég á eftir að sakna Péturs, ferðana okkar innanlands og veiðferðanna og að vera úti í náttúrunni en kannski á ég eftir að gera þetta allt aftur seinna hver veit, og núna þegar vorið er á næsta leiti fannst mér skrítið að vera ekki að stússa í að setja niður fræ til að setja út í garð þanning að ég ákvað að setja niður smávegis að fræjum hérna og vona að ég geti haft blóm og kryddjurtir á svölunum hjá mér í sumar það kemur í ljós.

Það er lítið um eldamennsku á þessu heimili núna þanning að bloggið mitt mun snúast um hverning það er að vera kona á besta aldri og komast af í frumskógi stórborgarinnar og það getur verið spennandi að fylgjast með því og ég ætla að vona að ég hafi úthald í að skrifa til að hjálpa mér að venjast þessu nýja lífi, en ég byrjað að blogga 2013 þegar ég var að ná mér upp úr veikindum og mér fannst það hjálpa mér mikið og spurning er hvort það geri það núna og þá einhverjum öðrum kannski í leiðinni.

Ég ætla að leyfa mér að syrgja sambandið og sýna mér mildi og hlúa að mér og mínum og vona að Pétri gangi vel í sínu nýja lífi, ég veit að þau sem keyptu húsið okkar eiga eftir að hlúa vel að garðinum og að það verður mikið líf og fjör í húsinu enda 3 börn og þau eiga vonandi eftir að eiga góðar stundir þar.

Það er sorglegt þegar tvær góðar manneskjur ná ekki að vinna úr sínum vanda en það er bara eins og það er og við verðum bara að horfast í augu við það og reyna að halda áfram í sitt hvoru lagi og vona að við náum sátt við okkur sjálf og lífið í framtíðinni.

Ég er svo þakklát fyrir fjölskylduna mína, vini og vinnufélaga sem hafa stutt mig mikið á allnan mögulegan hátt og gefið mér faðmlag þegar ég hef þurft þess með því þau eru mörg tárin sem hafa runnið þessar vikur og það er allt í lagi því eins og ein góð vinkona mín sagði "Lára mín tárin eru perlur sálarinnar og haltu bara áfram að framleiða þær ".



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!