Posts

Jóla streita !!!

Image
Það er gott að gefa sér tíma til að skoða hvernig streitu stigið er hjá okkur núna í byrjun desember, ég heyri marga segja að þetta sé erfiður tími fyrir þá og því fylgir streita, síðan eru aðrir sem upplifa þennan tíma sem skemmtilegasta tíma ársins. Í hvorum hópnum sem við erum er samt gott að vera meðvitaður um líðan sína og fylgjast með því hvort við erum nokkuð að fara fram úr okkur hvort sem það er í innkaupum eða stússi. Fyrir þá sem upplifa erfiðar tilfinningar á þessum árstíma er erfitt að heyra stöðugt hvað allt sé skemmtilegt,  það eru tónleikar og  jólahlaðborð og allkonar skemmtanir og það eru margir sem ekki hafa neinn til að fara með eða eiga ekki fyrir því. Margir  sem eiga erfitt núna hafa oft á tíðum upplifað erfiða hluti á þessum árstíma t.d í barnæsku eða ástvinamissi og svo eru aðrir sem hafa lítil fjárráð og það gerir mann dapran og þá er streitan á næsta leiti. Ég þekki persónulega báða þessa þætti fyrir mig voru jólin...

Kærleikur er karlkyns nafnorð en ég ætti samt........

Image
Þessar fallegu myndir prýða vegg á skrifstofunni minni í vinnunni og mér finnst ótúlega vænt um þær þessi efri er kort sem ég fékk einu sinni og þá neðri keypti ég í Prag af listakonunni sjálfri. mér finnst þær svo lýsandi fyrir kærleikann. Ég hef upplifað það núna í vetur hversu kærleiksríkt fólk er í kringum mig og það er alveg ómetanlegt að finna það, ég hef líka fundið fyrir því að ég get verið kærleiksrík kona við annað fólk en hef ekki verið nógu dugleg að vera það við sjálfa mig. Kvíðinn hefur verið að herja á mig af og til og í stað þess að taka bara eftir því og sýna mér umburðarlyndi hef ég verið að skamma mig fyrir þetta... Þú átt nú að kunna að takast á við þetta og þú átt að...... og auðvitað átt þú að.....og svo framvegis og þetta eru ekki hjálplegar setningar fyrir neinn og þær mundi ég ekki segja við neinn annan. Ég er svo heppin að vera í hóp með fólki sem er að stunda Núvitund og þegar ég er að gera æfingar í selfcompassion ( sjálfsgóðvild )   ...

Salt, salt og meira salt !

Image
Ég hef þörf fyrir að vera alltaf eitthvað að bralla og núna síðast var ákveðið  að gera smá tilraunir með salt, keypti þessar sætu krukkur hjá sösterne og auðvitað þurfti að setja eitthvað í þær. Tegundirnar sem ég prófaði að gera eru: krækiberjasalt,  steinselju og hvítlaukssalt,  chillisalt,  lauk og hvítlaukssalt,  rósmarínsalt. Í frystinum á ég krækiber, bláber og eitthvað af kryddjurtum og auðvitað þarf maður að gera smá tilraunir við og við annað er ekki hægt. Ég tók út krækiber og steinselju og prófaði að setja á smjörpappír við vægan hita inn í ofn til að þurrka og það var allt í lagi með berin en steinseljan varð bara dökk og vond og þá þurfti ég að nota aðra aðferð á hana. Var með hvítlauk og lítinn lauk og ég saxaði þá báða mjög smátt en laukurinn kemur úr garðinum mínum og þeir eru mjög bragðsterkir. Þurrkað yfir nótt. Berin hálf þornuð sett saman við saltið sem ég notaði (Norður Salt flögur ) og svo setti ég blönd...

Sektarkennd....

Image
Sektarkennd er leiðinlegur og erfiður  ferðafélagi og það er alveg ótrúlegt  hversu lífsseig hún getur verið.  Ef við höfum ekkert gert til að losna undan henni getur hún verið mjög hamlandi og skert lífsgæði okkar. Væri ekki gott  að þurfa ekki að vera með þessar steningar á vörunum  " bara ef ég hefði  ekki " eða   "vildi óska að ég hefði."    Margir og þá sérstaklega konur eru með stöðuga sektarkennd af því að þær þurfa að skipta tíma sínum á milli barna, vinnu, maka, vinkvenna, heilsuræktar og annara áhugamála, svo skilja þær ekkert í því að streitan er alveg að fara með þær úff  úff. Við verðum að hætta þessu og muna að það er enginn fullkominn! Ég hef tekið eftir því að sektarkenndin á ennþá greiðan aðgang að mér ef ég er búin að vera lengi undir álagi þá mætir hún alveg óboðinn og potar og potar í mig og segir mér að ég sé alveg ómöguleg þrátt fyrir að ég sé búin að vinna mikið til að losna undan hen...

Í vetrarbyrjun.....

Image
Núna 25 október er fyrsti vetrardagur og þá fer margt í minni venjulegu rútínu að breytast eins og hjá mörgum öðrum inni áhugamálin taka við af úti o.s.frv.   Það er nú ekki svo að ég ætli ekkert út fyrir hússins dyr í vetur en veit samt að það verður meiri innivera en í sumar og nú er ég búin að pakka saman hjólinu mínu keyrði nokkrum sinnum á staura í sumar þannig að ég tek enga sjénsa á því í vetur, en góðu fréttirnar eru að mér hefur farið fram á hjólhestinum og hann verður pússaður og dreginn fram í vor. Mér finnst hver árstíð hafa sinn sjarma og það er hægt að finna margt gott um þær allar. Sumarið með fallegu blómin og ylinn hefur hvatt í bili Veturinn með snjóinn, jólinn og kertaljósin tekur við þá er gaman að kveikja upp úti á palli og húsgögnin á pallinum fara í frí í vetur og kúra í skúrnum fram á næsta vor Sumarið hefur verið gott fyrir mig og mína og dæturnar hafa verið að gera það gott enda flottir einstaklingar. ...

Frú blúnda fer á kreik....

Image
Það segja sumir að ég sé algjör blúnda kannski er það alveg rétt en eitt er víst að að blúndur og  krúsindúllur eru í algjöru uppáhaldi hjá mér.  Ég hef alltaf verið frekar viðkvæm sál  kannski eins og fíngerð blúnda og sem barn var þetta mikið að trufla mig en í dag er þetta einn af mínum góðu kostum.  Á ferðum mínum erlendis skoða ég yfirleitt blúndur og dúka á hverjum stað og hef oftar en ekki komið heim með eitthvað fallegt í töskunni en á Ítalíu í sumar hafði ég ekki tækifæri til þess og það var alveg ferlegt. Nýlega var gerð smá vörutaling á blúndu og borða birgðum frúarinnar og þar kom  nú ýmislegt í ljós og ég áttaði mig á því að það er alveg ómöguleg að hafa þessar gersemar pakkaðar ofan í skúffu. Því  ákvað ég að biðja bóndann að renna fyrir mig gamaldags tvinnakefli en þau þurftu að vera  stærri til að ég kæmi blúndum og borðum á þau og auðvitað brást hann vel við þessu og gerði þessi fjögur kefli til að byrja með fyrir ...