Sektarkennd....
Sektarkennd er leiðinlegur og erfiður ferðafélagi og það er alveg ótrúlegt hversu lífsseig hún getur verið.
Ef við höfum ekkert gert til að losna undan henni getur hún verið mjög hamlandi og skert lífsgæði okkar.
Væri ekki gott að þurfa ekki að vera með þessar steningar á vörunum " bara ef ég hefði ekki " eða "vildi óska að ég hefði."
Margir og þá sérstaklega konur eru með stöðuga sektarkennd af því að þær þurfa að skipta tíma sínum á milli barna, vinnu, maka, vinkvenna, heilsuræktar og annara áhugamála, svo skilja þær ekkert í því að streitan er alveg að fara með þær úff úff.
Við verðum að hætta þessu og muna að það er enginn fullkominn!
Ég hef tekið eftir því að sektarkenndin á ennþá greiðan aðgang að mér ef ég er búin að vera lengi undir álagi þá mætir hún alveg óboðinn og potar og potar í mig og segir mér að ég sé alveg ómöguleg þrátt fyrir að ég sé búin að vinna mikið til að losna undan henni.
Nú er komið nýtt tímabil í mínu lífi og ég hef meiri tíma fyrir mig og mín áhugamál, get verið á hliðarlínunni fyrir börnin og barnabörnin og samt kemur sektarkenndin enn í heimsókn og þessar leiðindar setingar skjóta upp kollinum, en nú get ég afgreitt þær og þarf ekki að dvelja lengur en ég kýs í þessu ástandi og það er mikið frelsi.
Sýnum okkur mildi og hættum að dæma okkur endalaust það skilar engum árángri, besta fjárfestingin sem við getum farið í er að vinna í okkur sjálfum við erum auðlind sem þarf að bera virðingu fyrir.
Leyfðu fortíðinni að
vera í fortíðinni. Framtíðin er ekki
komin við höfum bara núið. Hræðsla, reiði og sektarkennd út af fortíð leyfðu
því bara að fara.
Frelsi það er góð
tilfinning, ef þú sleppir litlu fá færðu lítinn frið. En ef þú lætur mikið fara
þá færðu meira pláss fyrir frið og hamingju.
Comments