Frú blúnda fer á kreik....


Það segja sumir að ég sé algjör blúnda kannski er það alveg rétt en eitt er víst að að blúndur og  krúsindúllur eru í algjöru uppáhaldi hjá mér.
 Ég hef alltaf verið frekar viðkvæm sál  kannski eins og fíngerð blúnda og sem barn var þetta mikið að trufla mig en í dag er þetta einn af mínum góðu kostum. 


Á ferðum mínum erlendis skoða ég yfirleitt blúndur og dúka á hverjum stað og hef oftar en ekki komið heim með eitthvað fallegt í töskunni en á Ítalíu í sumar hafði ég ekki tækifæri til þess og það var alveg ferlegt.

Nýlega var gerð smá vörutaling á blúndu og borða birgðum frúarinnar og þar kom  nú ýmislegt í ljós og ég áttaði mig á því að það er alveg ómöguleg að hafa þessar gersemar pakkaðar ofan í skúffu.

Því  ákvað ég að biðja bóndann að renna fyrir mig gamaldags tvinnakefli en þau þurftu að vera  stærri til að ég kæmi blúndum og borðum á þau og auðvitað brást hann vel við þessu og gerði þessi fjögur kefli til að byrja með fyrir mig og ég er alsæl með þau.


Ég fann svo gammaldags miða á netinu sem voru alveg fríkeypis eins og ein vinkona mín orðaði það um árið og ég límdi þá á keflin og setti síðan borða og blúndur á þau.  Og nú  brosi ég allan hringinn  og getið tekið keflin mín fram og dáðst af þeim þegar mér dettur í hug og svo ætla ég að finna þeim stað þar sem aðrir geta líka dáðst af þeim.


Ég var að búa til þennan klút í brauðkörfu og það var svo þægilegt að hafa bara blúnduna á keflinu á meðan ég saumaði hana á í höndunum.


 Rauðakrossbúðir bæði hérna heima og úti eru oft með miklar gersemar inn á milli fyrir lítinn pening,  einu sinni fann ég koddaver sem voru stór og góð og handbróderuð og með heklaðri blúndu allan hringinn og þau kostuðu mig heilar 50 kr. stykkið ég gat varla fengið af mér  borgað svona lítið fyrir þessa fallegu handavinnu en viðkomandi tók ekki annað í mál.

Verin voru notuð í mörg ár eða þar til þau voru komin í gegn eins og sagt er , þá spretti ég blúndunni af og klippti útsauminn af áður en ég henti rest og þetta á ég ennþá og á eftir að finna rétta staðinn fyrir þessi listaverk.


 2 af þessu fyrir 150 kr


 þeir eiga eftir að fara á púða eða eitthvað annað fallegt


100 kr. þetta er ekki fyrir garninu


Þessari var spretti af gömlu veri


Þessi er frá ömmu eða langömmu ótrúlega fallegur


þessi var á 50 kr.


 þennan fékk ég á 100 kr. og hann er prjónaður það er margt sem hægt er að gera við þessa fallegu dúka og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

 Þegar ein af dætrunm mínum var að flytja að heiman bað hún mig að koma með sér í Góða hirðinn til að leita af sófa og við drifum okkur og vorum ekki búnar að vera lengi inni þegar hún rakst á þennan fína pluss sófa og hann var á 500 kr og við skildum hvorki upp né niður í af hverju hann var svona ódýr því að hann leit þokkalega út,  hún dreif sig og keypti hann og hringdi svo í pabba sinn og spurði hvort hann gæti komið og keyrt gripinn heim fyrir okkur og hann kom.

Þegar pabbinn góði fór að skoða sófann til að sjá hvernig best væri að koma honum út  sá  hann að það vantaði stykki í bakið á honum og hann var alveg hissa að hún væri að kaupa svona sófa og við mæðgur fengum hláturskast því að hvorug okkar hafði tekið eftir þessu. stóra gati á bakinu. ( báðar svo spenntar)

En heim í bílskúr fór sófinn og var þveginn hátt og lágt svo kom blúndu-dúllu safnið hennar mömmu sér vel og við saumuðum fallega dúka á armana og gamlan blúndudúk yfir gatið á bakinu og sófinn varð alveg einstakur og er ennþá í notkun.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!