Í vetrarbyrjun.....
Núna 25 október er fyrsti vetrardagur og þá fer margt í minni venjulegu rútínu að breytast eins og hjá mörgum öðrum inni áhugamálin taka við af úti o.s.frv.
Það er nú ekki svo að ég ætli ekkert út fyrir hússins dyr í vetur en veit samt að það verður meiri innivera en í sumar og nú er ég búin að pakka saman hjólinu mínu keyrði nokkrum sinnum á staura í sumar þannig að ég tek enga sjénsa á því í vetur, en góðu fréttirnar eru að mér hefur farið fram á hjólhestinum og hann verður pússaður og dreginn fram í vor.
Mér finnst hver árstíð hafa sinn sjarma og það er hægt að finna margt gott um þær allar.
bollast og brallað
saumaðir pokar undir þurrkaðar kryddjurtir
Það er nú ekki svo að ég ætli ekkert út fyrir hússins dyr í vetur en veit samt að það verður meiri innivera en í sumar og nú er ég búin að pakka saman hjólinu mínu keyrði nokkrum sinnum á staura í sumar þannig að ég tek enga sjénsa á því í vetur, en góðu fréttirnar eru að mér hefur farið fram á hjólhestinum og hann verður pússaður og dreginn fram í vor.
Mér finnst hver árstíð hafa sinn sjarma og það er hægt að finna margt gott um þær allar.
Sumarið með fallegu blómin og ylinn hefur hvatt í bili
Veturinn með snjóinn, jólinn og kertaljósin tekur við
þá er gaman að kveikja upp úti á palli
og húsgögnin á pallinum fara í frí í vetur og kúra í skúrnum fram á næsta vor
Sumarið hefur verið gott fyrir mig og mína og dæturnar hafa verið að gera það gott enda flottir einstaklingar.
Auður mín byrjaði með sitt fyrirtæki og er búin að arka fleiri kílómetra en ég hef tölu á með allskonar fólk um bæinn og henni hefur gengið vel í því og það gleður mitt móður hjarta. Stolt mamma.
Helga Dögg var á samsýningu á Hönnunar mars með flott verkefni hún er ótrúlega hæfileikarík þessi unga kona og mamma glöð með hana. Stolt mamma.
Alma Mjöll var með sýningu á myndunum sínum á Hönnunar mars og síðan gaf hún út bók á afmælisdaginn sinn 13.júní og Helga hannaði bókakápuna hjá henni.
Stolt mamma.
Vinnufélagarnir komu í pallapartý í góða veðrinu síðast í maí mjög gaman.
Undirbúningur undir Ítalíuferðina mína hófst með miklum hvelli og öll þau föt sem komu til greina rifinn út úr skápunum í byrjun maí og svo var mátað og pakkað og mátað og pakkað aftur og aftur og þetta hafðist allt á endanum.
Lengi búin að eiga þennan draum að komast til Ítalíu og læra ítölsku og hann rættist í júní og þetta var frábær ferð með góðu fólki og við feruðumst vítt og breytt um landið og ég á eftir að gera því betri skil í vetur hérna á blogginu.
Náði að sjá sólblómin áður en ég fór aftur heim til Íslands
Það var farið í veiðiferðir og þær hefðu mátt vera fleiri en svona er þetta bara.
Fallegt þarna en ég komst ekki með í þessa ferð og það var leitt.
Farið á nýjar slóðir að veiða í ágúst alltaf jafn heilluð af þessu landi mínu og á örugglega eftir að fara aftur á þessar slóðir.
Bjössi fór með í sýna fyrstu veiðiferð og það var mjög gaman að fylgjast með þeim Helgu aldrei að vita nema þau komi með okkur aftur næsta sumar.
Fórum í fjöruferð
Hvalfjöðinn í berja og steinaferð
Það var sultað
og saftað fyrir veturinn
Teknar myndir af fallegu sólarlagi og fleiru og sonurinn skilaði sér heim frá útlandinu
Tekið til hendinni í íbúðinni hennar mömmu og haldið upp á 80 ára afmælið hennar, hún fékk hjartaáfall í byrjun árs svo það var ekkert sjálfsagt geta haldið upp á það , þarna er hún þessi elska með vinkonu sinni en þær hafa þekkst frá barnsaldri.
Nú tekur þessi við af ferðalögum og fjöri og ég á örugglega eftir að eiga margar núvitundar stundir í honum við hannyrðir í vetur.
Það var aðeins saumað út í sumar
bakað
súrsað
bakað meira
saumaðar nýjar eldhúsgardínur á nýju saumavélina
eldaðar súpur
bollast og brallað
saumaðir pokar undir þurrkaðar kryddjurtir
Búið til olíur úr kryddjurta uppskerunni og fryst, soðið og étið og svo gleymdist eitthvað af uppskerunni úti og fraus..þvílík maus.
Það verður örugglega eitthvað föndarað í vetur og farið á námskeið, góðir vinir heimsóttir og reynt að njóta lífins, aldrei að vita nema okkur takist að fara í leikhús eða bíó.
Tíminn líður ótrúlega hratt og það verður komið vor aftur áður en maður veit af en núna ætla ég að reyna að njóta þess að vera og gera, í stað þess að þjóta og hrjóta.
Þakklæti og stolt er orðið sem kemur upp aftur og aftur þegar ég lít yfir sumarið og full af tilhlökkun tek ég á móti vetri.
Comments