Posts

Litadýrðin á haustin er ótrúleg ekki bara á trjánum

Image
Í mínum huga er fátt betra en að fá sér ferskt grænmeti og ég reyni að nota mikið af því á haustin í allt mögulegt og svo er ég nú farin að prófa mig áfram með að frysta nýtt grænmeti. Það er svo fallegt á litinn grænmetið og fyrir mig skiptir það líka máli að hafa matinn fallegan. Um daginn ákvað ég að hafa kjúklinga leggi í matinn og ofnbakað grænmeti með og á endanum varð kjúklingurinn meðlæti og grænmetið aðalréttur og það var bara fínt. byrjaði á því að setja kartöflur, gulrætur og hvítlauk í form og yfir það setti ég basilolíuna sem ég gaf uppskrift af hérna hún er svo góð og þetta setti ég í ofninn í 15 mín. Þá bætti ég út í spergilkáli og blómkáli og bætti smá olíu og þetta lét ég vera í 10 mín. Rétt í lokin setti ég konfekt tómata og leyfði þeim að verða aðeins mjúkum þessi blanda var bæði falleg og mjög bragðmikil og góð. Kjúklinga leggina steikti ég upp úr olíu og kryddaði þá með salti og svörtum pipar og síðan setti ég rjómas...

Þá er kominn föstudagur og hægt að láta sér hlakka til.......

Image
Helgin er óskrifað blað og það er spennandi og dýrmætt að eiga þessa frí daga framundan !!! Hvort sem þeir verða notaðir til heimsókna, niðursuðu, sauma eða prjóna, hreyfingu, afslöppunar eða bara sitt lítið af hverju. Þetta eru litlir laukar úr garðinum hjá mér þeir urðu ekki stórir í ár en ég get verið þakklát fyrir að þeir drukknuðu ekki bara í sumar rigningunni.. Ég veit bara eitt að ég ætla að njóta vel um helgina, borða vel og sjá svo til hvaða ætintýri bíða mín o ég vona að þið eigið góða helgi líka !!!!!

Hendi um hendi frá hendi til handavinnu .....

Image
Að vera með eitthvað að gera í höndunum  er alveg nauðsynlegt fyrir mig og oft er ég að gera nokkra hluti í einu og skiptist á að prjóna eða sauma þannig slaka ég vel á, en stundum fer ég offari í þessu eins og mörgu öðru og gleymi því að hendurnar mínar eru ekki jafn sterkar og þær voru einu sinni og ég þarf að passa upp á þær. Þessi peysa kláraðist í síðustu viku og það er svo skrítið þegar ég er búin að prjóna eitthvað á mig þá þarf það að vera inn í skáp í einhvern tíma áður en ég nota það, ég prjónaði mér kjól fyrir einhverjum árum síðan og setti hann í skápinn og þar gleymdist hann og svo var ég alveg hissa þegar ég fann hann. Þessa mynd af höndunuum mínum málaði  ég  á Heilsuhælinu í Hveragerði um árið  á námskeiði í Listaperapíu þar sem við tókum smá hugleiðslu á milli verkefna.  Í einni hugleyðslunni  kom það svo sterkt til mín hversu mikilvægar hendurnar mínar væru og ég hafði aldrei hugsað neitt sérstaklega út í það og alltaf teki...

Og enn er verið að frysta kryddjurtir og fleira.

Image
Ég hef ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið og það er auðvitað skýring á því er búin að vera upptekin í öðru og af biturri reynslu veit ég að það  er ekki hægt að gera allt í einu það endar bara með ósköpum. En þetta þýðir ekki að ég hafi setið alveg  auðum höndum nei því fer fjarri er alltaf að gera eitthvað smávegis og núna um helgina var ég að taka síðustu jurtirnar úr garðinum til að frysta þær. Steinseljan þvegin og þerruð hún er svo bragðgóð. Líka sú hrokkna  Þær voru svo  klipptar niður og settar í box, ég hef nokkrum sinnum nefnt hérna söfnunar áráttuna hjá mér og eitt af því sem ég hendi ekki eru rjómaosta öskjur því að það er fínt að nota þær til að frysta afganga og fleira í. Eitt af því sem var eftir úti í garði var myntan en ég er með 3 tegundir af henni og það var metuppskera hjá mér í sumar og ég var búin að gefa mikið af henni og frysta eitthvað og núna tók ég það sem var eftir og var brúklegt. Þvoði myntuna o...

Síðasta veiðiferð sumarsins !

Image
Að öllu óbreyttu þá var síðasta veiðiferðin okkar farin í 23. ágúst og það var svo gaman af því að Helga og Bjössi vildu fara með og við vorum að fara í fyrsta skiptið að veiða í Framvötnunum og vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Við sáum þetta skilti á gatnamótunum og við skoðum það vel og lögðum síðan aftur af stað um grýttan veg og stefnan tekin á Landmannahelli. Hekla í sparifötunum bara fyrir okkur það er svo oft sem ekki sést í toppinn á henni en þarna skartaði hún sínu fegursta. Ekki var útsýnið af verri endanum þarna innfrá Mér fannst þetta svo skemtilegt myndefni eitt umferðarskilti úti í auðninni. Það var farið að rökkva þegar við komum á áfangastað semsagt Landmannahelli Himininn var svo fallegur rauður, gulur og blár. Það er hægt að leigja sér hús eða svefnpokapláss þarna eða vera á tjaldstæði. Þessi mynd var tekin þegar við vorum að fara að sofa á föstudagskvöldið  Um nóttina fraus  og vö...

Krydd i tilveruna

Image
Ég hreinlega elska þennan árstíma og nýt þess í botn að sulta og sýsla og síðasta sunnudag í rokinu og rigningunni var ég að dunda mér við að sauma í höndunum  þessa litlu poka undir kryddjurtir. Ég gerði þá úr viskustykki sem ég átti og hafði keypt í rúmfó einhvern tímann og svo setti ég kryddjurtirnar í og lokaði með borða og setti merkimiða á til að vita hvað er í hverjum poka til að auðvelda mér þegar ég þarf að nota þær í vetur, en núna er ég að nota þær ferskar á meðan hægt er. Þetta er timjan, koríander, dill, garðblóðberg og mynta og svo á ég eftir að taka rósmarín og setja það í poka. Það er alltaf gaman að gera tilraunir og núna prófaði ég að setja koríander í ísbox með olífuolíu. fyrst setti ég kryddið í og hellti síðan olíunni yfir og setti í  frystipoka og inn í frysti   þetta varð eins og smjör með kryddjurtum í og það er hægt að taka bita af þessu og nota. Prófaði að frysta myntublöð með vatni í ísboxi og get þá sett ...

Kónguló, kónguló vísaðu mér á berjamó ......

Image
Við hjónaleysin fórum í nestisferð í Hvalfjörðin á sunnudegi fyrir 3 vikum og ákváðum á síðustu stundu að taka með okkur fötur og berjatínur svona til von og  vara ef við mundum finna einhver ber þar, við ætluðum líka að kíkja eftir steinum og svo átti þetta bara að vera skemmtilegt sunnudagsferð. Við ákváðum að fara í gegnum göngin og þá leið og sjá til hvort við reyndum að tína ber í Brynjudalnum á leiðinni til baka, við dóluðum okkur og fórum í fjöruna og löbbuðum þar  þetta var svo fallegur og heitur  dagur og gaman að vera úti.  Svo vorum við orðin svöng og ákváðum að fá okkur bita og fundum okkur stað til þess og viti menn var ekki bara allt krökkt af krækiberjum þar við áttum ekki von á því og þetta var ekki einkaland þannig að við fengum okkur bita og svo fórum við að tína og áður en við vissum af vorum við komin með 10 kg.   Við ákváðum að láta þar við sitja og halda áfram för okkar og þegar við komum að afleggjaranum að Brynjudalnum þá...