Litadýrðin á haustin er ótrúleg ekki bara á trjánum
Í mínum huga er fátt betra en að fá sér ferskt grænmeti og ég reyni að nota mikið af því á haustin í allt mögulegt og svo er ég nú farin að prófa mig áfram með að frysta nýtt grænmeti. Það er svo fallegt á litinn grænmetið og fyrir mig skiptir það líka máli að hafa matinn fallegan. Um daginn ákvað ég að hafa kjúklinga leggi í matinn og ofnbakað grænmeti með og á endanum varð kjúklingurinn meðlæti og grænmetið aðalréttur og það var bara fínt. byrjaði á því að setja kartöflur, gulrætur og hvítlauk í form og yfir það setti ég basilolíuna sem ég gaf uppskrift af hérna hún er svo góð og þetta setti ég í ofninn í 15 mín. Þá bætti ég út í spergilkáli og blómkáli og bætti smá olíu og þetta lét ég vera í 10 mín. Rétt í lokin setti ég konfekt tómata og leyfði þeim að verða aðeins mjúkum þessi blanda var bæði falleg og mjög bragðmikil og góð. Kjúklinga leggina steikti ég upp úr olíu og kryddaði þá með salti og svörtum pipar og síðan setti ég rjómas...