Hendi um hendi frá hendi til handavinnu .....

Að vera með eitthvað að gera í höndunum  er alveg nauðsynlegt fyrir mig og oft er ég að gera nokkra hluti í einu og skiptist á að prjóna eða sauma þannig slaka ég vel á, en stundum fer ég offari í þessu eins og mörgu öðru og gleymi því að hendurnar mínar eru ekki jafn sterkar og þær voru einu sinni og ég þarf að passa upp á þær.


Þessi peysa kláraðist í síðustu viku og það er svo skrítið þegar ég er búin að prjóna eitthvað á mig þá þarf það að vera inn í skáp í einhvern tíma áður en ég nota það, ég prjónaði mér kjól fyrir einhverjum árum síðan og setti hann í skápinn og þar gleymdist hann og svo var ég alveg hissa þegar ég fann hann.


Þessa mynd af höndunuum mínum málaði  ég  á Heilsuhælinu í Hveragerði um árið  á námskeiði í Listaperapíu þar sem við tókum smá hugleiðslu á milli verkefna.  Í einni hugleyðslunni  kom það svo sterkt til mín hversu mikilvægar hendurnar mínar væru og ég hafði aldrei hugsað neitt sérstaklega út í það og alltaf tekið þeim sem sjálfsögðum hlut.

En þarna  fann ég fyrir svo miklu þakklæti fyrir hendurnar mínar og ákvað að passa vel upp á þær framvegis og muna eftir því að ofbjóða þeim ekki.


 Á ferðalögum í bíl finnst mér gott að prjóna og í sumar fórum við norður í land að veiða og ég prjónaði þennan trefil á leiðinni og þegar ég kom heim kláraði ég að ganga frá honum og svo fór hann niður í skúffu og var dreginn fram í byrjun viku og hann er ótrúlega hlýr.


 Nú fer að kólna í veðri  því  ákvað ég að prjóna vetlinga úr afgangs lopa  á dæturnar þrjár og barnabarnið og auðvitað þarf ég svo að kaupa garn í viðbót og svo verður afgangur af því og þá þarf ég að prjóna eitthvað úr þeim er þetta ekki það sem er kallað vítahringur :) eða þannig.


 Nú er ég að dunda mér við að sauma þessa litlu jólapoka og það er ótrúlega gaman, myndirnar eru klipptar út úr efni sem ég keypti á útsölu í rúmfó í vor og ég handsauma þær á og síðan sauma ég sjálfan pokann í saumavélinni.

Rauða efnið hef ég keypt í bútum í Rauðakross búðum og það hvíta fékk ég í Ikea.


Það kemur svo í ljós seinna hvað ég ætla að gera við pokana


Það verður nú að vera smá spenna í þessu er það ekki?

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!