Og enn er verið að frysta kryddjurtir og fleira.
Ég hef ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið og það er auðvitað skýring á því er búin að vera upptekin í öðru og af biturri reynslu veit ég að það er ekki hægt að gera allt í einu það endar bara með ósköpum. En þetta þýðir ekki að ég hafi setið alveg auðum höndum nei því fer fjarri er alltaf að gera eitthvað smávegis og núna um helgina var ég að taka síðustu jurtirnar úr garðinum til að frysta þær.
Steinseljan þvegin og þerruð hún er svo bragðgóð.
Líka sú hrokkna
Þær voru svo klipptar niður og settar í box, ég hef nokkrum sinnum nefnt hérna söfnunar áráttuna hjá mér og eitt af því sem ég hendi ekki eru rjómaosta öskjur því að það er fínt að nota þær til að frysta afganga og fleira í.
Eitt af því sem var eftir úti í garði var myntan en ég er með 3 tegundir af henni og það var metuppskera hjá mér í sumar og ég var búin að gefa mikið af henni og frysta eitthvað og núna tók ég það sem var eftir og var brúklegt.
Þvoði myntuna og lét leka af henni
þerraði hana á hreinu viskustykki
Setti hana í box undan ís og ég á örugglega eftir að gera myntuís úr henni í vetur.
Gerði það sama við þessa fíngerðu en lét hana vera á stilknum.
Hún er svo falleg og ilmar vel myntanog bragðið alveg yndislegt
Næsta sumar ætla ég að vera dugleg að gefa afleggjara því að hún er svo dugleg að fjölga sér og alltaf gaman að gefa með sér.
Comments