Posts

Að vera ferðamaður í sinni höfuðborg !!!

Image
The I Heart Reykjavík “Do good stuff for good people” day – August 15th 2014.  http://www.iheartreykjavik.net/  Í morgun fékk ég að fara með henni Auði minni í eina af hennar föstu göngum um Reykjavík en hún    stofnaði  sitt eigið fyrirtæki núna í vor en  hefur haldið úti bloggi í nokkur ár og það er víða lesið.   Ég hvet alla til að kíkja á bloggið hennar hún skrifar svo skemmtilega, ferðirnar hennar eru líka skemmtilegar fyrir íslendinga eins og mig og þig. Ferðin hófst á Skólavörðuholti og það var frekar svalt í veðri en bjart með okkur voru hjón frá Belgíu og þau eru búin að vera hérna í þrjár vikur og svo voru hjón frá Arizona og þau sögðu mér að hitinn heima hjá þeim hafi verið 40 gráður þegar þau fóru að heiman og þeim fannst rokið hérna bara hressandi, þau voru með úrklippu úr New York Times þar sem skrifað var um ferðirnar hennar Auðar og þannig vissu þau um hana. Við fórum  inn í Hallgrímskirkju  ...

Umhverfið okkar hefur áhrif á líðan.

Image
Þessar myndir eru teknar á markaði sem er haldin á föstudögum í Castelraimondo þar sem ég var á Ítalíu. Sólblómin voru að byrja að springa út um það leiti  sem ég var að fara heim og mér finnst þau svo falleg og einhvern veginn ekki hægt annað en að vera glaður í kringum þau. Það var líka gaman að sjá þau á ökrunum hvernig þau eins og við mannfólkið snéru sér eftir sólinni og svo hneigðu þau höfuð þegar fór að kvölda. Það voru margar aðrar tegundir af blómum þarna og það var svo ódýrt að fá sér vönd og ég er mjög hrifin af því að hafa blóm í kringum mig þau veita mér mikla ánægju hérna áður fyrr var ég mjög dugleg að kaupa handa mér blóm ef þannig lá á mér en er hætt því að mestu leiti núna af hverju ætli ég hafi gert það ?? Eigum við ekki að  láta það eftir okkur að fá okkur vönd ef þannig liggur á okkur ? Ef það veitir okkur  ánægju og gleði að hafa blóm í kringum okkur fáum okkur þá blóm verum ekki að bíða eftir því að einhver gefi okkur þau, v...

Rababara er hægt að nota á ýmsa vegu.

Image
Fór út í garð og tók upp nokkra stöngla af rababara og klippti smávegis af myntu í leiðinni. Var síðan að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við rababarann og fékk þá hugmynd að nota hann bara í kvöldmatinn og hafa tvíréttað þetta kvöldið pasta og graut. það sem fór í pastaréttinn: Tagliatelle sauð bara rest úr poka það voru 5 vöndlar 2 stilkar af rababara steinselja 1 laukur 2 dl rjómi parmasan ostur 1 tsk balsamic edik 1 tsk hrásykur Sauð pastað samkvæmt leiðbeiningum Skar rababarann og laukinn  Setti það á pönnu með smá olíu 1tsk eða svo og lét þetta malla við vægan hita þangað til það  var orðið mjúkt í gegn. Þá bætti ég rjómanum, pipar,sykri, og ediki út í og smá ost líka, lét sjóða í nokkrar mín og að síðustu  bætti ég steinseljunni út í. Lét renna af pastanu og setti sósuna út á. Og í lokin reif ég svo ost yfir pastað og þetta var mjög skemmtileg blanda og öðruvísi sósa en venjulega örl...

Fegurðin kemur ekki bara innan frá.

Image
Nú er ég komin heim aftur eftir Ítalíu ævintýrið mitt og það á örugglega eftir að sjást  hérna á blogginu mínu. Það er búið að vera algjör þögn hjá mér hérna  vegna tækni örðuleika. Við erum svo góðu vön hérna heima á íslandi í þessum efnum og í skólanum var sambandi  frekar stopult og svo var ég bara alltaf á fullu að gera eitthvað skemmtilegt. Þessi mynd er tekin í næsta nágrenni við skólann. En ég bjó Castelraimondo  sem er í Marce héraði  og er alveg ótrúlega fallegur staður og það er ekki yfirfullt af ferðamönnum þar eins og á svo mörgum stöðum sem ég heimsótti á Ítlaíu. Fólkið þarna er líka mjög elskulegt og það er svo rólegt yfirbragð á öllu þarna. Þ etta skemmtilega tré var í garðinum fyrir utan skólann. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur þangað og marfir segja að þetta hérað sé hið nýja Toscani og það var gaman að koma þarna á meðan ekki er yfirfullt þarna. Á föstudögum frá 7-13 var markaður í bænum og það var mjög gam...

Sól, ylur og mystur

Image
Þessar myndir voru teknar heima   áður en ég fór til Ítalíu en það var 1. Júní og nú eru komnar rúmar 3 vikur síðan Það er mikið búið að gerast síðan og það hefur ekki gefist tími til að blogga hérna fyrir utan það að netsamskipti eru ekki góð hérna við erum svo góðu von heima á Íslandi.  En heimferð er

Bollur með ýmsu góðgæti í og á

Image
Ég tók mig til og bakaði skinkuhorn um daginn og ákvað síðan að halda áfram að baka og notaði sömu uppskrift til að búa til bollur. Deig: 100 gr smjör 1/2 líter mjólk 1 pakki þurrger 60 gr sykur 1/2 tsk salt 900 gr hveiti Hitið mjólk og smjör við vægan hita, hellið þessu í skál og sáldrið gerinu yfir og hrærið það vel saman við vökvann. Bætið salti og sykri út í ásamt hluta af hveitinu ( ég tók frá 1/3 ). Þessu er hrært saman í skálinni með sleif og þegar deigið loðir vel saman breiðið þá klút yfir það og setið það á hlýjan stað og látið það lyfta sér í 30 mín. Restini af hveitinu bætt við smátt og smátt,  ekki víst að þið þurfið að nota það allt ég gerði það ekki vildi hfa deigið aðeins blautt því að þá verða bollurnar mýkri. Skar niður skinku, rauða papriku, smá basiliku og smá rifinn ost og flatti deigið aðeins út og setti blönduna á og síðan hnoðaði ég þetta smá og mótaði bollur.  Penslaði þetta með eggi og setti smá ost og g...

Ævintýri á efri árum eða fífldirfska

Image
Aldrei of seint að leita uppi ævintýrin !!!                                                                      By Kim Minji  Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér  hvað ég sé eiginlega búin að koma mér í en ég er að fara fara í 4 vikur til Ítalíu eftir 9 daga með fólki sem ég þekki ekki neitt og verð í íbúð og jafnvel herbergi með konum sem ég hef enn ekki hitt er þetta ekki brjálæði fyrir konu á mínum aldri ? Þegar ég hugsa svona um þetta þá finn ég fyrir smá kvíða út af ferðinni og fer að ímynda mér allskonar vitleysu og það er ekki hollt fyrir mig, ég hef undanfarið eitt og hálft ár verið að takast á við kvíða t.d. að vera innan um margt fólk og nýjar aðstæður.  Til að vinna bug á kvíðanum hef ég verið  dugleg að fara eitthvað og gera hluti sem eru kvíðvænlegir fyrir mig ...