Að vera ferðamaður í sinni höfuðborg !!!
The I Heart Reykjavík “Do good stuff for good people” day – August 15th 2014.
http://www.iheartreykjavik.net/
Í morgun fékk ég að fara með henni Auði minni í eina af hennar föstu göngum um Reykjavík en hún
stofnaði sitt eigið fyrirtæki núna í vor en hefur haldið úti bloggi í nokkur ár og það er víða lesið.
Ég hvet alla til að kíkja á bloggið hennar hún skrifar svo skemmtilega, ferðirnar hennar eru líka skemmtilegar fyrir íslendinga eins og mig og þig.
Ferðin hófst á Skólavörðuholti og það var frekar svalt í veðri en bjart með okkur voru hjón frá Belgíu og þau eru búin að vera hérna í þrjár vikur og svo voru hjón frá Arizona og þau sögðu mér að hitinn heima hjá þeim hafi verið 40 gráður þegar þau fóru að heiman og þeim fannst rokið hérna bara hressandi, þau voru með úrklippu úr New York Times þar sem skrifað var um ferðirnar hennar Auðar og þannig vissu þau um hana.
Við fórum inn í Hallgrímskirkju það var verið að spila á orgelið enda messa á næsta leiti, það er svo skrítið að þótt ég hafi búið hérna á Reykjavíkur svæðinu í 58 ár þá hef ég ekki komið oft í þessa kirkju og aldrei farið upp í turninn.
Það voru margir ferðamenn á sveimi þarna á holtinu í morgun kl. 10 og við Auður voru einu íslendingarnir þarna þá.
Við fórum í garðinn við Listasafn Einars Jónssonar og það er ljótt frá því að segja að ég hef aldrei svo ég muni eftir komið þangað áður " usss usss " það var gaman að rifja upp söguna um hann þarna í þessu fallega umhverfi og í garðinum var logn.
Mörg falleg listaverk eru í garðinum og ég á örugglega eftir að koma þarna aftur.
Þetta listaverk var á húsi á Freyjugötunni mjög fallegt.
Þetta sáum við í garði á leiðinni og ég hef oft gengið þarna hjá en aldrei tekið eftir þessu skemmtilega verki sem búið er til úr steinum og timbri.
Þau eru mörg litrík húsin í eldri hverfunum í Reykjavík og gaman að sjá hvað þeim er vel við haldið og hvað mörg þeirra hafa verið gerð fallega upp.
Á leiðinni mátti sjá mörg falleg listaverk sem búið er að mála á hús og undirgöng.
Þetta var í einu portinu.
Fyrir mig var þetta hálfgerð nostralgía að ganga þarna um því að ég átti heima á þessum slóðum sem barn og við systur fórum í útilegur í görðunum í þessu hverfi, og þegar vel er skoðað eru svo mörg falleg hús á bak við hús.
Ferðin tók tvo tíma og endaði á Austurvelli og margar sekmmtilegar sögur voru sagðar á leiðinni og fyrir mig sem er fædd og uppalin hér í borginni var þetta alveg ný uppifun á henni og eins fannst mér mjög gaman að sjá þessa hlið á henni dóttur minni.
Mikið ótrúlega er ég stolt af þessari ungu konu og því sem hún er gera og ég veit að 15 ágúst ætlar hún að halda uppá það hvað vel hefur gengið hjá henni í sumar með fyrirtækið og ætlar að gefa ágóðann af ferðunum þann dag beint til Björgunarsveitanna.
Comments