Rababara er hægt að nota á ýmsa vegu.

Fór út í garð og tók upp nokkra stöngla af rababara og klippti smávegis af myntu í leiðinni.


Var síðan að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við rababarann og fékk þá hugmynd að nota hann bara í kvöldmatinn og hafa tvíréttað þetta kvöldið pasta og graut.


það sem fór í pastaréttinn:

Tagliatelle sauð bara rest úr poka það voru 5 vöndlar
2 stilkar af rababara
steinselja
1 laukur
2 dl rjómi
parmasan ostur
1 tsk balsamic edik
1 tsk hrásykur


Sauð pastað samkvæmt leiðbeiningum

Skar rababarann og laukinn 


Setti það á pönnu með smá olíu 1tsk eða svo og lét þetta malla við vægan hita þangað til það
 var orðið mjúkt í gegn.


Þá bætti ég rjómanum, pipar,sykri, og ediki út í og smá ost líka, lét sjóða í nokkrar mín og að síðustu  bætti ég steinseljunni út í.


Lét renna af pastanu og setti sósuna út á.


Og í lokin reif ég svo ost yfir pastað og þetta var mjög skemmtileg blanda og öðruvísi sósa en venjulega
örlítið eins og súrsæt mæli með að þið prófið ykkur áfram í þessu.


Skar niður 5 stöngla af rabbabara og setti í pott hellti vatni yfir þannig að það rétt flaut yfir bitana og smá sykur með, lét sjóða í 10 mín og ég setti ekki kartöflumjöl til þykkja þannig að þetta var grautar/súpa

Smá rjómasletta út á hann og þetta var skemmtileg máltíð og gott að borða rababarann svona beint úr garðinum.

Nú er um að gera að prófa sig áfram með nýjar rababarauppskriftir með þeim gömlu.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!