Umhverfið okkar hefur áhrif á líðan.

Þessar myndir eru teknar á markaði sem er haldin á föstudögum í Castelraimondo þar sem ég var á Ítalíu.


Sólblómin voru að byrja að springa út um það leiti  sem ég var að fara heim og mér finnst þau svo falleg og einhvern veginn ekki hægt annað en að vera glaður í kringum þau. Það var líka gaman að sjá þau á ökrunum hvernig þau eins og við mannfólkið snéru sér eftir sólinni og svo hneigðu þau höfuð þegar fór að kvölda.


Það voru margar aðrar tegundir af blómum þarna og það var svo ódýrt að fá sér vönd og ég er mjög hrifin af því að hafa blóm í kringum mig þau veita mér mikla ánægju hérna áður fyrr var ég mjög dugleg að kaupa handa mér blóm ef þannig lá á mér en er hætt því að mestu leiti núna af hverju ætli ég hafi gert það ??

Eigum við ekki að  láta það eftir okkur að fá okkur vönd ef þannig liggur á okkur ? Ef það veitir okkur  ánægju og gleði að hafa blóm í kringum okkur fáum okkur þá blóm verum ekki að bíða eftir því að einhver gefi okkur þau, við eigum það skilið.


Það var líka yndislegt að fara í  morgungöngu setjast svo  niður með heimamönnum og fá sér gott kaffi og dolci og skrifa á tölvuna mína og láta sólina hita kroppinn, ég finn fyrir  gleði og þakklæti þegar ég hugsa um þessar stundir og yfir því að hafa látið Ítalíu drauminn minn  rætast.

Það getur enginn annar látið mína drauma rætast en auðvitað getur fólk aðstoðað mig en ég verð sjálf að sjá um framkvæmdina,  það kom mér á óvart að konur hafa sagt við mig : þú ert svo hugrökk að hafa gert þetta enmér leið ekki þannig.

 En auðvitað þarf visst hugrekki til að takast á við nýja hluti hvort sem maður er ungur eða gamall og ekkert sjálfsagt að stíga út fyrir þægindaramman sinn.




Þegar ég kom heim sem var mjög gott og gaman þá voru trén og blómin búin að vaxa einhver ósköp og margir fallegir litir í garðinum mínum þannig að ég get ekki kvartað yfir því að hafa ekki liti í kringum mig núna.

Heimili okkar er griðarstaður og þótt gaman sé að fara og sjá heiminn er enginn staður betri en heima ef okkur líður vel þar, en ef umhverfið þar er ekki gott fyrir okkur  þurfum VIРað gera eitthvað í því.

Það er auðvelt að segja það, en ekki alltaf auðvelt í framkvæmd og það þarf kjark til að gera breytingar, en umhverfi okkar hefur áhrif á líðan og þess vegna verðum við að passa upp á að það sé gott fyrir okkur, við ráðum ekki veðrinu en það er margt annað sem við ráðum yfir.

Ég er hugrökk  í dag og ætla  að ganga með öðru  hugrökku fólki í Druslugöngunni, ég vona að þið eigið góða helgi.




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!