Fegurðin kemur ekki bara innan frá.

Nú er ég komin heim aftur eftir Ítalíu ævintýrið mitt og það á örugglega eftir að sjást  hérna á blogginu mínu.
Það er búið að vera algjör þögn hjá mér hérna  vegna tækni örðuleika. Við erum svo góðu vön hérna heima á íslandi í þessum efnum og í skólanum var sambandi  frekar stopult og svo var ég bara alltaf á fullu að gera eitthvað skemmtilegt.

Þessi mynd er tekin í næsta nágrenni við skólann.

En ég bjó Castelraimondo  sem er í Marce héraði  og er alveg ótrúlega fallegur staður og það er ekki yfirfullt af ferðamönnum þar eins og á svo mörgum stöðum sem ég heimsótti á Ítlaíu. Fólkið þarna er líka mjög elskulegt og það er svo rólegt yfirbragð á öllu þarna.


Þetta skemmtilega tré var í garðinum fyrir utan skólann.

Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur þangað og marfir segja að þetta hérað sé hið nýja Toscani og það var gaman að koma þarna á meðan ekki er yfirfullt þarna.


Á föstudögum frá 7-13 var markaður í bænum og það var mjög gaman að fara á hann en það var bara ekki alltaf tími því að skólinn var á þessum dögum líka, en auðvitað náði ég  þó að fara tók daginn snemma og fór uppúr sjö og svo í skólann kl. 9 ekkert mál ef maður hefur áhuga. Síðasti dagurinn minn þarna úti var föstudagur og þá var útskrift eftir hádegi þannig að ég náði að dandalast og skoða vel fram að hádegi þann dag.


Þarna voru ostar af ýmsum gerðum og það var hægt að fá að smakka og það var mjög gott og gaman.


Ég tala nú ekki um töskur af öllum gerðum og stærðum hefði vel getað hugsað mér að kaupa nokkrar en plássið leyfði það ekki.


Svo voru það ávextirnir þarna gat ég keypt fyrir smá pening ávexti fyrir vikuna  apríkósur, plómur, banana, kirsuber, perur og svo mætti lengi telja og það var ódýrt líka ég var alveg sjúk í kirsuberin þarna og boraði mikið af þeim.
Þarna var líka mikið úrval af grænmeti í öllum regnbogans litum og ég notfærði mér það og prófaði líka nýtt.


Kjöt  og pylsur og svo girnilegir panini það var nú skilda að fá sér einn til að taka með sér heim og borða svo í hádeginu.


það var líka mikið úrval af fötum og skóm og það var svo gaman að skoða þarna en þetta voru nú yfirleitt föt til að nota í heitum löndum þannig að ég var nú ekki mikið að kaupa af þeim en ég keypti mér regnhlíf og þurfti að nota hana 3 x þarna úti en síðan ég kom heim fyrir 13 dögum síðan hef ég nánast notað hana upp á dag.
Er ekki lífið dásamlegt :)


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!