Bollur með ýmsu góðgæti í og á


Ég tók mig til og bakaði skinkuhorn um daginn og ákvað síðan að halda áfram að baka og notaði sömu uppskrift til að búa til bollur.


Deig:
100 gr smjör
1/2 líter mjólk
1 pakki þurrger
60 gr sykur
1/2 tsk salt
900 gr hveiti

Hitið mjólk og smjör við vægan hita, hellið þessu í skál og sáldrið gerinu yfir og hrærið það vel saman við vökvann. Bætið salti og sykri út í ásamt hluta af hveitinu ( ég tók frá 1/3 ).



Þessu er hrært saman í skálinni með sleif og þegar deigið loðir vel saman breiðið þá klút yfir það og setið það á hlýjan stað og látið það lyfta sér í 30 mín.


Restini af hveitinu bætt við smátt og smátt,  ekki víst að þið þurfið að nota það allt ég gerði það ekki vildi hfa deigið aðeins blautt því að þá verða bollurnar mýkri. Skar niður skinku, rauða papriku, smá basiliku og smá rifinn ost og flatti deigið aðeins út og setti blönduna á og síðan hnoðaði ég þetta smá og mótaði bollur.
 Penslaði þetta með eggi og setti smá ost og gróft salt ofan á og þetta voru mjög góðar bollur og um að gera ef við erum með góða grunn uppskrift að leifa hugmyndafluginu að njóta sín.



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!