Ævintýri á efri árum eða fífldirfska
Aldrei of seint að leita uppi ævintýrin !!!
By Kim Minji
Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér hvað ég sé eiginlega búin að koma mér í en ég er að fara fara í 4 vikur til Ítalíu eftir 9 daga með fólki sem ég þekki ekki neitt og verð í íbúð og jafnvel herbergi með konum sem ég hef enn ekki hitt er þetta ekki brjálæði fyrir konu á mínum aldri ?
Þegar ég hugsa svona um þetta þá finn ég fyrir smá kvíða út af ferðinni og fer að ímynda mér allskonar vitleysu og það er ekki hollt fyrir mig, ég hef undanfarið eitt og hálft ár verið að takast á við kvíða t.d. að vera innan um margt fólk og nýjar aðstæður.
Til að vinna bug á kvíðanum hef ég verið dugleg að fara eitthvað og gera hluti sem eru kvíðvænlegir fyrir mig og það er að skila mér betri líðan, en kvíðinn er ekki alveg farinn og síðasta hindrunin mín er að fara í þessa ferð og sigra kvíðann.
Þegar ég hugsa svona um þetta þá finn ég fyrir smá kvíða út af ferðinni og fer að ímynda mér allskonar vitleysu og það er ekki hollt fyrir mig, ég hef undanfarið eitt og hálft ár verið að takast á við kvíða t.d. að vera innan um margt fólk og nýjar aðstæður.
Til að vinna bug á kvíðanum hef ég verið dugleg að fara eitthvað og gera hluti sem eru kvíðvænlegir fyrir mig og það er að skila mér betri líðan, en kvíðinn er ekki alveg farinn og síðasta hindrunin mín er að fara í þessa ferð og sigra kvíðann.
Ég hef svolítið um það að segja hvernig mér líður og get náð að stoppa þessa líðan sem kemur þegar ég hugsa um
" hvað er ég búin að koma mér í "og þessa leiðinda setingu ég er nú orðin svo gömul.
Þess í stað hugsa ég núna þvílíkt ævintýri sem bíður mín og hvað það verður margt fallegt að sjá og upplifa og ég hef ekki tíma til að vera kvíðin.
Ég hef val um hvernig ég tekst á við þessar tilfinningar og það er svo gott að vita það og nú er ég bara búin að segja kvíðanum stríð á hendur og ætla að njóta og njóta hvernig verður annað hægt, og þessar konur sem ég verð með eru örugglega frábærar manneskjur.
Ho addio per ora:
Comments