Til að viðhalda ljósi á lampanum okkar, þurfum við að bæta reglulega á hann olíu. Móðir Teresa. Hvernig höldum við loganum okkar við ? jú með því að hugsa vel um okkur andlega og líkamlega, konum hættir til að gleyma þessu og láta þarfir annara ganga fyrir sínum og verða svo pirraðar yfir því. Það hugsar enginn um okkur ef við gerum það ekki sjálfar og þess vegna verðum við að gefa okkur tíma til að setja olíu á lampann okkar hvort sem við gerum það með að stunda hugleiðslu, jóga, sund eða hvað annað sem við þurfum að gera til þess. Það eru nú 24 tímar í sólarhringnum og við erum oft að vinna 8-10 tíma á dag og svo erum við mæður, systur, dætur, vinkonur og stundum eiginkonur og margar konur sem ég hef talað við í gegnum tíðina eru stöðugt með móral yfir því að sinna sjálfum sér. Þetta er ekki gott og ég þekki það vel á eigin heilsu hvað ég hefði mátt gera betur í þessum málum og þess vegna er ég að skrifa þetta til að minna mig á að ég ber ábyrgð á mí...