Kjúklingur, sítróna og júrógláp

Við gömlu hjúin erum búin að vera á fótum síðan um sjö í morgun og erum búin að láta hendur standa fram úr ermum hérna heima við í dag og þá verður maður ótrúlega svangur.


Svo að ég skrapp í búðina að versla og var eitthvað sljó og hugmyndasnauð enda búin að vera allt of lengi á fótum :) en ég rakst á kjúkling ( þetta var nú ekki harður árekstur ) og ákvað að kaupa pakka með fjórum leggjum og fjórum vængjum og láta svo bara ráðast hvað ég gerði við þá og þessi pakki kostaði alveg heilar 546 kr.


Ég setti kjúllann í eldfastmót og 3 hvítlaukrif og 4 gulrætur í bitum með og yfir þetta setti ég smá sítrónu olíu og svo safa úr einni sítrónu, salt, pipar og smá krydd frá marakó sem mér var gefið, það er hægt að nota paprikukrydd t.d í staðinn.

Þetta fór inn í vel heitan ofninn á 250 gr. í 10 mín og lækkaði svo hitann í 150 og lét þetta malla í 30 mín með álpappír yfir mótinu. 
Þá skar ég 3 stórar kartöflur í bita og tók fatið út og og setti þær undir kjúklinginn og inn í ofn og hækkaði hitann aftur í 10 mín og lækkaði svo aftur í 150 og leyfði þessu að malla í 20 mín í viðbót og þá tók ég álpappírinn af og setti grillið á í nokkrar mín.
Með þessu hafði líka maísstögla og þetta var mjög gott og saðsamt helmingurinn eftir til að borða á morgun.

4 kjúklinga leggir og 4 vængir
3 stórar kartöflur
4 gulrætur
3 hvítlauksrif
salt, pipar og annað krydd
1safi úr einni sítrónu
sítrónuolía

Það þarf ekki að vera flókið að gera góðan mat og ekki skemmir fyrir hversu ódýrt þetta var, og nú fer ég að góna á júró allavega með öðru auganu og spurnig hvort ég sofni ekki bara yfir því eftir allan hamaganginn í dag.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!