Nú fer að styttast í Ítalíu ferðina mina !
Og það er alltat eitthvað sem mér tekst að finna til að hafa áhyggjur yfir, og nú er það hvaða föt á ég að taka með mér út í vöggu tískunar.
Á ég að taka með mér eitthvað fallegt eða bara eitthvað þægileg.
Ég tók mig til og ruslaði úr fataherberginu því sem ég held að geti gengið þarna úti, þessi hrúga þarna í stólnum er bara partur af því sem ég á og nú vantar bara kjarkinn til að máta þessi ósköp.
Ég fann þetta pils sem ég er búin að eiga árum saman og mér leið alltaf vel í því en nú hef ég ekki notað það í mörg ár og það sama má segja um þennan gula kjól hver veit kannski fær hann að fara með.
Undanfarin sumur hef ég verið mikið í þessum skóm eða vöðluskóm og ekki ætla ég nú að taka þessa viðarvörðu með mér í þetta sinn.
Nei þá eru þessir nú dömulegri í landi tískunnar.
Gæti alveg huhugsað mér að taka með eitthvað svona t.d en ég á það bara ekki en það er aldrei að vita kannski kaupi ég mér það bara þarna úti :)
Á ég að taka þjóðbúninginn með ? eða verður mér of heitt í honum ?
Gott að taka með sér góða íþróttaskó.
Held að þessir fái ekki að fara með, þeir fá bara að kúra áfram í skápnum mínum.
En það er spurnig að taka þessa sem hún Alma mín gaf mér í afmælisgjöf sumarið sem ég öklabrotnaði og ég náði ekki að nota þá það sumar ( Kron Kron ) þeir eru voða sætir.
Gott að taka með sér peysu því að það getur verið svalt í fjöllunum til að byrja með.
En það er alveg ótrúlegt hvað ég er búin að tauta mikið méð sjálfri mér yfir þessum fatamálum og hvaða niðurrif fór í gang ég get ekki verið í þessu eða verið svona , kálfarnir eru of sverir, maginn of stór það mætti halda að ég yrði til sýnis þarna úti.
Eitt veit ég fyrir víst að einhver föt fara með mér og ég ætla bara að njóta þess að vera flott kona á miðjum aldri og hafa gaman að ferðinni því að það verða örugglega ekki allir uppteknir af því hvernig ég er klædd þarna úti, nei niðurrif er ekki lengur í boði.
Comments