Halló halló ertu að koma ????? 2014
Árið 2013 byrjaði ekki vel hjá mér, andleg og líkamleg vanlíðan var í hámarki og ég hafði ekki verið í vinnu frá byrjun otk. 2012. Það var sótt um fyrir mig á Heilsustofnun í Hveragerði og ég mátti mæta þar 10.janúar og ég var bæði kvíðin og spennt fyrir því, en batt miklar vonir við að ég næði almennilegri heilsu þar. Það er hörku vinna að ná aftur heilsu þegar maður hefur tapað henni og ég vann vel í mínum málum á hælinu og fékk frábæra hjálp þar. Ég fór í listaþerapíu alveg mögnuð upplifun, ég gerði m.a. þetta lífsins tré með fingurgómunum og uppgvötvaði hvað hendurnar á okkur eru stórkostlegar hef alltaf tekið þeim sem sjálfsögðum hlut en ég geri það ekki lengur. Ég kom heim úr Hveragerði 7. febrúar mun hressari á líkama og sál búin að hlæja og gráta um alla ganga og kynnast yndislegu fólki og í fyrsta skiptið frá því að veikindin byrjuðu í október fann ég fyrir von o...