Að vera lifandi þýðir að ég er skapandi !
Hvað þýðir það að vera lifandi? Þýðir það að ég rétt anda, matast og hreyfi mig bara það nauðsynlegasta eða þarf eitthvað meira til ? Þá er ég að tala um fólk sem ekki er fárveikt andlega eða líkamlega, það hlýtur samt að vera sköpun í sjálfu sér að anda. Að vera lifandi getur þýtt mismunandi fyrir mismunandi fólk, já því ekki erum við öll eins sem betur fer. Til er fólk sem finnst það mest lifandi þegar það er úti í náttúrunni í fjallgöngum, hjólandi eða jafnvel að veiða. Svo eru aðrir sem eru mest lifandi þegar þeir eru að skapa eitthvað t.d. smíða, prjóna, sauma, mála, elda, baka, skrifa, yrkja eða eitthvað annað skapandi. Fyrir flesta þýðir það að eiga uppáhalds iðju þar sem þeir finna sig mest lifandi og skapandi mikla gleði og ómælda ánægju. Það eru tvær gjafir sem við fáum út úr þessu það er gleði og orka, gleði er ein mest skapandi afl í alheiminum og orkan gefur okkur drifkraft til koma þessu öllu í verk. Það er svolítið skrítið að hugsa til...