Posts

Að vera lifandi þýðir að ég er skapandi !

Image
Hvað þýðir það að vera lifandi? Þýðir það að ég rétt anda, matast og hreyfi mig bara það nauðsynlegasta eða þarf eitthvað meira til ? Þá er ég að tala um fólk sem ekki er fárveikt andlega eða líkamlega, það hlýtur samt að vera sköpun í sjálfu sér að anda. Að vera lifandi getur þýtt mismunandi fyrir mismunandi fólk, já því ekki erum við öll eins sem betur fer. Til er fólk sem finnst það  mest lifandi þegar það er úti í náttúrunni í fjallgöngum, hjólandi eða jafnvel að veiða. Svo eru aðrir sem eru mest lifandi þegar þeir eru að skapa eitthvað t.d. smíða, prjóna, sauma, mála, elda, baka, skrifa, yrkja eða eitthvað annað skapandi. Fyrir flesta þýðir það að eiga uppáhalds iðju þar sem þeir finna sig mest lifandi og skapandi mikla gleði og ómælda ánægju. Það eru tvær gjafir sem við fáum út úr þessu það er gleði og orka, gleði er ein mest skapandi afl í alheiminum og orkan gefur okkur drifkraft  til koma þessu öllu í verk. Það er svolítið skrítið að hugsa til...

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Image
Við hjónaleysin brugðum undir okkur betra fætinum um helgina og fórum að veiða byrjuðum í Langavatni í Borgarbyggð og vorum þar eina nótt og tókum þrjá fiska með okkur þaðan. Fórum svo í Hlíðavatn í Hnappadal og þar tók bóndinn einn fisk en ég fór með öngulinn í rassinum heim en það er svo fallegt á báðum þessum stöðum og veðrið var svo fallegt að ég var alsæl. Þessi mynd að ofan er tekin þegar við vorum á leiðinni úr Hlíðavatni og ég er alltaf jafn heilluð af þessu útsýni. Í gærkvöldi var ég orðin ansi þreitt þegar við hættum og háttaði mig úr öllum gallanum í einu og fannst þetta svo fyndið þegar ég sá gallan liggja á rúminu að ég mátti til að smella mynd af honum, þetta er náttúrulega sérstakur hæfileiki að geta háttað sig svona. :) Á heimleiðinni í dag á afmælisdegi bóndans fórum við að Hítarvatni í Hítardal og það er alveg ótrúlega fallegt þar og mikið af fólki við drukkum bara kaffi og fegurðina í okkur og fórum svo heim á leið. Það var að leggjast yfir þokaslæði...

Það er betra að baka skinkuhorn heldur en að hafa horn í síðu einhvers !

Image
Þessi bók Ostalyst var gefin út af osta- og smjörsölunni sf 1988 og er því að verða antík ;)  Ég hef notað hana reglulega, það er svo skrítið hvernig ég tek ástfóstri við sumar matreiðslubækur og læt svo aðrar sem ég á alveg í friði ekki veit ég hvað veldur. En uppskriftin af skinkuostahornunum sem ég bakaði er í henni og ég læt hana fylgja hér: Deig: 100 gr smjör 1/2 líter mjólk 1 pakki þurrger 60 gr sykur 1/2 tsk salt 900 gr hveiti Hitið mjólk og smjör við vægan hita, hellið þessu í skál og sáldrið gerinu yfir og hrærið það vel saman við vökvann. Bætið salti og sykri út í ásamt hluta af hveitinu ( ég tók frá 1/3 ). Þessu er hrært saman í skálinni með sleif og þegar deigið loðir vel saman breiðið þá klút yfir það og setið það á hlýjan stað og látið það lyfta sér í 30 mín. Restini af hveitinu bætt við smátt og smátt,  ekki víst að þið þurfið að nota það allt ég gerði það ekki.  Hvoldi deiginu á borð og hnoðaði það passa bara að h...

Rabbabari og rúna snúna...

Image
 Rabbabarinn er orðinn svo stór og girnilegur þessa dagana og ég ákvað að fara út í garð og ná mér í stilka á sunnudaginn og prófa uppskrift af rabbabaraböku til að hafa í eftirrétt. Uppskrriftin: 2 bollar rabbabari í bitum 1 bolli eplabitar 4 msk hveiti 4 msk haframjöl 2 msk púðursykur 1 msk sakaðar valhnetur 1 tsk kanill 2 msk sykur 2 msk smjör 2 msk sýróp 1/2 tsk salt   Skar rabbabarann í sneiðar og eplin í bita                                                   Setti epli og rabbabara í skál Í aðra skál setti ég restina af hráefninu og hrærði því saman með gaffli og svo hnoðaði ég það saman með höndunum í restina þar til deigið loddi vel saman Saxaði hnetukjarnana og setti út í í ...

Stolt til hvers er það notað?

Image
Það er gott að vera stoltur af sér og sínum en þegar stoltið fer að þvælast fyrir okkur verðum við eitthvað að skoða það. Er mitt stolt að koma í veg fyrir eitthvað, t.d samskipti við einhvern eða að ég geri eitthvað sem er jafnvel gott fyrir mig og aðra? Það var sagt við mig fyrir mörgum árum síðan " þú étur ekki stoltið úr þér eða fæðir barnið þitt á því " þetta var sagt í samhengi við að ég vildi ekki þiggja hjálp af því að ég var svo stolt, en átti varla fyrir mat ofan í mig og son minn, ég sá að mér drengsins vegna  og þáði hjálpina og það var bara allt í lagi. Ég hef farið í gegnum nokkur svona tímabil í mínu lífi þar sem stoltið hefur verið að þvælast fyrir mér, en sem betur fer hefur mér batnað í þessu eins og svo mörgu öðru sem hrjáði mig á yngri árum, það sem kenndi mér hvað mest var þegar ég reifst við föður minn sem var mjög veikur alkóhólisti og var stundum svolítið ruglaður vegna þess en ég skildi það ekki þá, þetta var 198og eitthvað og hann b...

Hálfnað verk þá hafið er !!

Image
Byrjaðu. Hálfnað verk þá hafið er. Þá er helmingurinn enn eftir. Byrjaðu aftur og þú hefur lokið verkinu. - Ausonius Já það er mikill sannleikur í þessum orðum og í dag fórum við í það að setja niður grænmeti í garðinn okkar og við settum niður: rauðkál, hvítkál, spergilkál, blómkál, kínverskt kál sem ég man ekki hvað heitir, rauðrófur, gulrófur, gulrætur, marglitar gulrætur, sellerí, púrrulauk og tvær gerðir af baunum. Í kryddjurta kassan er komið: kóríander, timian, íslenskt blóðberg,ítölsk steinselja, hrokkin steinselja, rósmarín, oregano, dill. Það er líka komið salat í kassan minn og það er blandað salat og ég er farin að nota blöð af því svo er það venjulegt blaðsalat og rucola namm namm. Það voru lika sett sumarblóm í körfurnar við útidyrnar og í kerin líka  Það eru samt mörg handtökin eftir og ég ætla að fara í beðin í fyrramálið ef það rignir ekki mikið á eftir að setja stjúpurnar og sólboðan í ker undir stofuglugganum og það er líka nóg af illgresi s...