Hálfnað verk þá hafið er !!
Byrjaðu. Hálfnað verk þá hafið er. Þá er helmingurinn enn eftir. Byrjaðu aftur og þú hefur lokið verkinu. - Ausonius
Það eru samt mörg handtökin eftir og ég ætla að fara í beðin í fyrramálið ef það rignir ekki mikið á eftir að setja stjúpurnar og sólboðan í ker undir stofuglugganum og það er líka nóg af illgresi sem ég þarf að taka og þegar það er búið þá er fyrsta umferð sumarsins búin og þá er hægt að snúa sér að veiðinni þangað til næsta yfir ferð hefst.
Já það er mikill sannleikur í þessum orðum og í dag fórum við í það að setja niður grænmeti í garðinn okkar og við settum niður: rauðkál, hvítkál, spergilkál, blómkál, kínverskt kál sem ég man ekki hvað heitir, rauðrófur, gulrófur, gulrætur, marglitar gulrætur, sellerí, púrrulauk og tvær gerðir af baunum.
Í kryddjurta kassan er komið: kóríander, timian, íslenskt blóðberg,ítölsk steinselja, hrokkin steinselja, rósmarín, oregano, dill.
Það er líka komið salat í kassan minn og það er blandað salat og ég er farin að nota blöð af því svo er það venjulegt blaðsalat og rucola namm namm.
Það voru lika sett sumarblóm í körfurnar við útidyrnar og í kerin líka
Það eru samt mörg handtökin eftir og ég ætla að fara í beðin í fyrramálið ef það rignir ekki mikið á eftir að setja stjúpurnar og sólboðan í ker undir stofuglugganum og það er líka nóg af illgresi sem ég þarf að taka og þegar það er búið þá er fyrsta umferð sumarsins búin og þá er hægt að snúa sér að veiðinni þangað til næsta yfir ferð hefst.
Ég kíkti á jarðaberin og var að gefa þeim næringu og gat ekki betur séð en það sé að byrja að koma blóm á eitthvað af þeim og þau verða svo að berjum. Rabbabarinn er líka búinn að taka kipp og ég er að hugsa um að gera eitthvað gott úr honum á morgun og læt það þá hérna inn.
Við verðum bara dugleg að borða salat og kryddjurtir þangað til matjurtirnar fara að gefa af sér það er ekkert skemmtilegra en að taka upp fyrstu uppskeruna á haustin.
Ég vona að þið hafið átt jafn skemmtilegan og blómlegan dag og ég í dag.
Comments