Að vera lifandi þýðir að ég er skapandi !


Hvað þýðir það að vera lifandi? Þýðir það að ég rétt anda, matast og hreyfi mig bara það nauðsynlegasta eða þarf eitthvað meira til ? Þá er ég að tala um fólk sem ekki er fárveikt andlega eða líkamlega, það hlýtur samt að vera sköpun í sjálfu sér að anda.

Að vera lifandi getur þýtt mismunandi fyrir mismunandi fólk, já því ekki erum við öll eins sem betur fer.
Til er fólk sem finnst það  mest lifandi þegar það er úti í náttúrunni í fjallgöngum, hjólandi eða jafnvel að veiða.

Svo eru aðrir sem eru mest lifandi þegar þeir eru að skapa eitthvað t.d. smíða, prjóna, sauma, mála, elda, baka, skrifa, yrkja eða eitthvað annað skapandi.

Fyrir flesta þýðir það að eiga uppáhalds iðju þar sem þeir finna sig mest lifandi og skapandi mikla gleði og ómælda ánægju.

Það eru tvær gjafir sem við fáum út úr þessu það er gleði og orka, gleði er ein mest skapandi afl í alheiminum og orkan gefur okkur drifkraft  til koma þessu öllu í verk.

Það er svolítið skrítið að hugsa til þess að allstaðar í heiminum er fólk að á þessari stundu að gera eitthvað skapandi eða er sofandi og lætur sig drema um sköpun á einverju sviði og finnst það vera lifandi hvert á sinn hátt og kannski er einhver kona á mínum aldri einmitt núna að setja inn bloggfæsrslu og er að velta lífinu fyrir sér eins og ég. MERKILEGT EKKI SATT?

Hvert verður þitt skapandi verk í dag ?

Heima hjá mér er margt í gangi á sjálfan þjóðhátíðardaginn og mikil orka í gangi eins og svo oft áður ég ætla að nota hana til góðra verka t.d hvíla mig vel og reyna að fá næstu skapandi hugmynd:)
Það er alltaf eitthvað verið að malla eða bralla á þessu heimili bóndinn var að fá sér nýjan rennibekk og það er verið að prófa hann þessa dagana og hann bjó til þessa  hunangs skeið voða fín.
Hann byrjaði að gera þessa hunangs skeið en hún var alltof stór en mér datt í huga að ég gæti notað hana í sýrópið.

Hann bjó svo til þessa skál mjög falleg hjá honum og ég á eftir að finna einhver not fyrir hana.

Það væri synd að láta svona fallegt handbragð lenda bara inn í skáp.

Í mörg ár hef ég gert mitt brauðrasp sjálf og nota til þess enda af brauði og afgagns sneiðar sem eru orðnar þreittar ég safna þeim saman og hendi þeim svo í bakaraofninn þegar ég er búin að nota hann í eitthverja matargerð og læt brauðið þorna vel þar svo að það mygli ekki.

Síðan er brauðið sett í matvinnsluvélina og malað þar til það er orðið fínt.

Ég læt það ráðast hvort ég sigta raspinn eða ekki stundum set ég hann í krukku og sigta hann svo áður en ég nota hann og stundum nota ég hann með öllu korninu í það fer eftir því í hvað hann er notaður.
Það er algjör óþarfi að kaupa rasp á venjulegu heimili fellur alltaf eitthvað brauð af til að nota í hann og þegar maður byrjar að nota svona rasp vill maður ekkert annað.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!