Rabbabari og rúna snúna...
Rabbabarinn er orðinn svo stór og girnilegur þessa dagana og ég ákvað að fara út í garð og ná mér í stilka á sunnudaginn og prófa uppskrift af rabbabaraböku til að hafa í eftirrétt.
Setti epli og rabbabara í skál
Saxaði hnetukjarnana og setti út í í lokin ( frekar óskýrar myndir hjá mér )
Uppskrriftin:
2 bollar rabbabari í bitum
1 bolli eplabitar
4 msk hveiti
4 msk haframjöl
2 msk púðursykur
1 msk sakaðar valhnetur
1 tsk kanill
2 msk sykur
2 msk smjör
2 msk sýróp
1/2 tsk salt
Skar rabbabarann í sneiðar og eplin í bita
Setti epli og rabbabara í skál
Í aðra skál setti ég restina af hráefninu og hrærði því saman með gaffli og svo hnoðaði ég það saman með höndunum í restina þar til deigið loddi vel saman
Saxaði hnetukjarnana og setti út í í lokin ( frekar óskýrar myndir hjá mér )
Að lokum voru eplabitarnir og rabbabarinn sett í botninn á eldföstumóti og dreift vel úr þeim og svo var deiginu dreift vel yfir og þetta bakaði ég í 45 mín í 220 gr.heitum ofni og þetta var mjög gott deigið varð krönsí og ávextirnir aðeins mjúkir og safaríkir og með þessu var þeittur rjómi.
Ég átti frosinn rabbabara frá því í haust og ákvað að sjóða smá sultu úr honum og setti einn nýjan stöngul með þeim frosnu og setti þetta í pott og sykur út í og lét þetta malla í 2-3 tíma því að þegar rabbabarinn hefur frosið þá myndast mikið vatn í honum og ég hellti smávegis af því úr pottinum í byrjun.
Ég átti líka þrjár plómur og ákvað að prófa að sjóða úr þeim mauk bara svona til gamans en ég er með plómutré út í garði. Ég tók hýðið af þeim og skar þær í bita og setti í pott með smá sykri í og lét þær sjóða við vægan hita í klukkutíma og þetta varð hið besta mauk en það þarf að nota töfrasprota eða matvinnsluvél til að mauka þær en það tók því ekki af því að þetta var svo lítið.
Þetta er hún rúna snúna ég keypti púrrulauk um daginn og skar edan af og setti í vatn og uppúr þessu fór að vaxa ný blöð svolítið snúin og ég ætla að setja þetta í laukgarðinn minn og vita hvað verður úr þessu.
Ég rakst á skemmtilega síðu á netinu
Alaska from Scratch og þar var uppskrift af góðum drykk úr rabbabara og jarðarberjum gaman að breyta til og prófa eitthvað nýtt þegar sólin fer að sýna sig. Ég þarf að taka upp meira af rabbabara á næstunni og gera eitthvað gott úr því og læt kannski uppskriftir hérna inn.
Comments