Posts

Showing posts from November, 2013

Sunnudags sull :)

Image
Það er alveg með ólíkindum hvað mér tekst oft að sulla mikið í eldhúsinu hjá mér þegar ég  er að gera eitthvað eins og núna á sunnudaginn þá var ég að baka og það var allt í gangi í einu. Sauð rabbabarasultu til að setja á hvítu lagkökuna og svo bakaði ég tvær sortir. Það voru mömmukökurnar mínar sem ég var að baka þær þykja alveg ómissandi um jólin og svo ákvað ég að baka gyðingakökur sem ég hef ekki gert í mörg ár núna er þemað "aftur til fortíðar" ég var mjög glöð því að mér var gefin 40 ára gömul hrærivél og hún heitir Guðný og virkar mjög vel þrátt fyrir þennan aldur :) Það er enginn smá lúxus að þurfa ekki að hnoða allt í höndunum en ég hef bakað mjög mikið í gegnum tíðina og átti einu sinni gamla hrærivél í tvö ár áður en hún gaf upp öndina en annars hef ég notað handþeitara og hnoðað allt í höndum og hefur svo sem ekki orðið meint af því en hendurnar eru orðnar aðeins lúnar þannig að það var yndislegt að fá hana Guðnýju með mér í jólabaksturinn. ...

Sítrónu kjúklingur og ljúfur lambabógur í góðum félagsskap !!!

Image
Alltaf gaman að borða góðan mat í góðum félagsskap og á sunnudaginn var kom mamma og tvær dætur mínar í mat. Ég ákvað að elda lambabóg sem ég átti í frysti en svo fannst mér það svo lítill matur að ég ákvað að gera kjúklingarétt líka betra að eiga afganga heldur en vera með of lítið. Ég gerði sítrónu kjúklingarpottrétt og í hann fór: 3 kjúklingabringur 4 gulgrætur 1 púrrulaukur 1 sítróna 3 hvítlauksrif 1 laukur 1 sellerí stöngull 2 dl bygg 1/2 bolli hveiti 2 kjúklinga teningar 1 bolli vatn salt, pipar og sítrónuolía 2 msk.  Setti  í skál  hveiti, pipar og salt  hristi það svo vel saman til að það blandaðist vel. Skerið bringurnar í þá stærð af bitum sem þið viljið hafa, mínir voru frekar stórir og ég minnkaði þá aðeins áður en ég setti þá út í aftur. Setti eina matskeið af sítrónuolíu í pottinn og lét hana hitna vel áður en ég setti kjúklinga bitana út í. Steikti bitana þar til þeir voru fallega brúnaðir og steiktir...

Könglar !!!

Image
Nú er rétti tíminn til að skoða hvað til er af föndurdóti t.d. könglum og hvað get ég gert við þá ? Þessi skál er í bókahillu heima hjá mér og er reyndar búin að vera allt árið í henni eru könglar sem ég fann á förnum vegi og afgangs hnetur frá síðustu jólum og lítil epli. Þetta er líka einföld og falleg hugmynd þessir borðar fengust fyrir jólin í fyrra í Sösterene gren þarf ekki að vera flókið.  Það er hægt að gera krans úr könglunum og þá hef ég límt þá á basthring og þessi er með hvíttuðum könglum hægt að dífa þeim í vatnsþynnta akríl málningu og þá getum við haft hvaða lit sem er svo  er hægt að bera á þá lím og sáldra yfir þá glimmer eða  spreyja þá gull eða silfur lita allt eftir smekk. Þetta er einfalt og fallegt skreyta blóma pottana sem eru tómir síðan í sumar. Það er líka hægt að nota könglana til að setja merkimiða á borðið í veislum Þessi útiskreyting tekur stutta stund og bara muna að festa hana vel svo hún fjúki ekki. Það ...

Súkkulaði snúðar !

Image
Jæja þá er matarlystin komin aftur og eldhúsverkin komin af stað :) Ég bakaði súkkulaði snúða fyrir vinnukaffi á föstudag og var að gera þá í fyrsta skiptið en uppskriftina fann ég í Gestgjafanum: Snúðar : 20stk: 1 1/2 dl volg mjólk 1 tsk þurrger 2 msk sykur 50 gr mjúkt smjör 1 egg 1/4 tsk salt 350 gr hveiti 2-3 msk volgt vatn ef þarf Allt hráefnið nema vatnið sett saman í skál og hnoðið vel. Bætið vatni saman við ef deigið er of þurrt . Hnoðið deigið vel í höndunum eða með hnoðaranum á vélinni. Setjið í skál og breiðið yfir og látið lyfta sér þar til það hefur tvöfaldast að umfangi það má líka láta deigið hefast í ísskáp yfir nótt. Fylling: 180 gr mars eða annað súkkulaði skorið í litla bita. 2 msk smjör brætt og kælt lítillega. Ég átti ekki mars en notaði suðusúkkulaði og nokkra daim mola sem ég áttium að gera að nota það súkkulaði sem ykkur þykir gott. Flatti deigið út og hafði það c.a 1 cm þykkt. Smurði deigið með smjörinu og sáldraði sukku...

Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum !!

Image
Ég tók þessa skemmtilegu mynd á heilsubótagöngu í Bratislava um dagin fannst þetta skemmtileg uppstilling fyrir framan kaffihús. Heilsuleysi hefur verið að hrjá mig undanfarið og ég þurf að fara nokkrar ferðir til læknis og í allskonar rannsóknir og hef ekki getað stundað vinnuna mína eins og ég vildi. Ekki er ég að skrifa um þetta af því að ég vorkenni mér svo mikið, nei ég er að skrifa um þetta af því að til skamms tíma hélt ég að ég væri ódauðleg og hagaði mér í samræmi við það. Mér verður hugsað til allra þeirra sem eru að glíma við veikindi og þurfa að lifa með þeim á hverjum degi,   ég dáist af þessu fólki hvað það sýnir mikið æðruleysi og dugnað. EF er mjög leiðinlegt orð og EF ég er alltaf að nota það þá lifi ég í fortíðinni  og ég er að reyna að vera hér og nú,  ég vildi samt óska þess að ég hefði farið betur með mig í gegnum tíðina, stundum langar mig til að taka dætur mínar á tal og biðja þær að gera ekki sömu mistökin og ég gerði. ...

Vörutalning og föndur á sunnudegi !

Image
Sunnudagar eru núna mínir uppáhalds dagar og dagurinn í dag var engin undantekning úti var rok og snjór en inni var hlýtt og notarlegt. Ég ákvað að föndra smá og það var mjög gaman að gera það ætla að setja þessi hjörtu í eldhús gluggan hjá mér um jólin, ætla svo að gera hvít hjörtu sem eiga að vera á milli jóla. Við erum að selja pakka með mis stórum hjörtum í og líka útskorin tré og ég ákvað nota tvö af stærri gerðinni. Og málningu frá Mörthu Stewart en ég hef notað hana líka á dót sem hefur verið úti eins og sveppina sem við gerðum í sumar og hún hefur verið til friðs á þeim sem segir mér að hún er nokkuð góð.  Þetta er svo afraksturinn bara gaman að þessu ég notaði eyrnapinna til að gera munstur en pensil til að mála með límdi svo servettu afklippu á og motaði Mod Podge til að líma þær á og mála yfir hjartað. Skemmtilegar klósett myndir í bakgrunninn en ég notaði gamlan bækling til að mála á. Síðan gerði ég birgðar talningu fyrir jólabak...