Sunnudags sull :)


Það er alveg með ólíkindum hvað mér tekst oft að sulla mikið í eldhúsinu hjá mér þegar ég  er að gera eitthvað eins og núna á sunnudaginn þá var ég að baka og það var allt í gangi í einu. Sauð rabbabarasultu til að setja á hvítu lagkökuna og svo bakaði ég tvær sortir.

Það voru mömmukökurnar mínar sem ég var að baka þær þykja alveg ómissandi um jólin
og svo ákvað ég að baka gyðingakökur sem ég hef ekki gert í mörg ár núna er þemað "aftur til fortíðar" ég var mjög glöð því að mér var gefin 40 ára gömul hrærivél og hún heitir Guðný og virkar mjög vel þrátt fyrir þennan aldur :)

Það er enginn smá lúxus að þurfa ekki að hnoða allt í höndunum en ég hef bakað mjög mikið í gegnum tíðina og átti einu sinni gamla hrærivél í tvö ár áður en hún gaf upp öndina en annars hef ég notað handþeitara og hnoðað allt í höndum og hefur svo sem ekki orðið meint af því en hendurnar eru orðnar aðeins lúnar þannig að það var yndislegt að fá hana Guðnýju með mér í jólabaksturinn.

En þegar ég var búin að baka þessar blessuðu kökur og sjóða sultuna þá fór ég að gera gúllassúpu og þegar ég svo leit yfir eldhúsið sem ég var búin að taka til í nokkrum sinnum yfir daginn þá leit það út eins og sprengja hefði fallið þar " hvað er þetta eiginlega með mig og eldhús"

Ég er alltaf að reyna að vanda mig en þetta endar alltaf svona þarf að ráða einhvern í uppvaskið :) eða þannig en við höfum öll okkar aðferðir við bakstur og eldamennsku og það er svo skemmtilegt og á meðan ég festist ekki við gólfið í sultuklessu þá er þetta kannski bara allt í lagi.

Ég ætti kannski bara að gera eitt í einu prófa það næst þegar ég baka eða elda þegar ég bakaði fyrstu smákökurnar núna það voru haframjöls og rúsinukökur mitt uppáhald þá var ég að mála gamalt kökuform sem ég ætla að setja jólaskreytingu í svona rétt inn á milli sem ég setti á plöturnar.

Þetta er auðvitað ekki í lagi !!! En ég er ágæt samt.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!