Sítrónu kjúklingur og ljúfur lambabógur í góðum félagsskap !!!

Alltaf gaman að borða góðan mat í góðum félagsskap og á sunnudaginn var kom mamma og tvær dætur mínar í mat. Ég ákvað að elda lambabóg sem ég átti í frysti en svo fannst mér það svo lítill matur að ég ákvað að gera kjúklingarétt líka betra að eiga afganga heldur en vera með of lítið.
Ég gerði sítrónu kjúklingarpottrétt og í hann fór:
3 kjúklingabringur
4 gulgrætur
1 púrrulaukur
1 sítróna
3 hvítlauksrif
1 laukur
1 sellerí stöngull
2 dl bygg
1/2 bolli hveiti
2 kjúklinga teningar
1 bolli vatn
salt, pipar og sítrónuolía 2 msk.

 Setti  í skál  hveiti, pipar og salt  hristi það svo vel saman til að það blandaðist vel.

Skerið bringurnar í þá stærð af bitum sem þið viljið hafa, mínir voru frekar stórir og ég minnkaði þá aðeins áður en ég setti þá út í aftur.

Setti eina matskeið af sítrónuolíu í pottinn og lét hana hitna vel áður en ég setti kjúklinga bitana út í.

Steikti bitana þar til þeir voru fallega brúnaðir og steiktir í gegn.

  Ég tók bitana úr pottinum og setti þá til hliðar á meðan ég byrjaði að hita grænmetið.

 Skar grænmetið í fallega bita reyndi að hafa þá ekki of stóra en það er bara smekksatriði

 Setti aðeins meiri olíu út í pottinn og grænmetið út í og leifði því að mýkjast vel og kryddið sem var á kjúklingum blandaðist saman við  þetta tók c.a 5 mín.

Þegar grænmetið var orðið mjúkt þá setti ég vatnið og teningana út í og kryddaði aðeins með salti og pipar, þá byggið og safa úr einni sítrónu út í og sauð  þetta í 20 mín.

Þá fóru kjúklingabitarnir  út í og sjðið  við vægan hita í 15 mín í viðbót því að byggið þarf frekar langa suðu.
 það er sniðugt að sjóða slatta af byggi og frysta í skömmtum til eiga út í súpur og pottrétti þetta var mjög góður réttur svolítið sterkur en það er hægt að ráða því  hversu sterkur hann er með því að krydda minna og svo má setja meira vatn og minna af byggi og 1 tening í viðbót og þá er þetta frábær súpa.

 Ég  hreinsaði lambabóginn vel allar sinar og fituhreinsaði hann aðeins kryddaði með salti, pipar og setti í ofnpott og með þessu setti ég 5 hvítlauksgeira, 5 gulrætur og 6 kartöflur í bitum og tók ekki hýðið af þeim þvoði þær bara.
 Setti þetta í 200 gr heitan ofn og hafði lokið á pottinum lét þetta malla vel í 15 mín þá lækkaði ég hitann og hafði bóginn á lágum hita í 1 1/2 kl.tíma og í lokin setti ég grillið aðeins á til að fá góða pöru.


Grænmetið sem var í pottinum bar ég fram með kjötinu og gerði brúna sósu sem var algjört æði því að krafturinn úr soðinu var svo góður og ég setti rifsberjahlaup út í hana og smá rjómaslettu.

Það þarf ekki að vera dýrt að fá fólk í mat bara gefa sér tíma í undirbúning þá verður þetta bara gaman.

Í eftirrétt var epla og rabbabarakaka með þeittum rjóma.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!