Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum !!


Ég tók þessa skemmtilegu mynd á heilsubótagöngu í Bratislava um dagin fannst þetta skemmtileg uppstilling fyrir framan kaffihús.

Heilsuleysi hefur verið að hrjá mig undanfarið og ég þurf að fara nokkrar ferðir til læknis og í allskonar rannsóknir og hef ekki getað stundað vinnuna mína eins og ég vildi.

Ekki er ég að skrifa um þetta af því að ég vorkenni mér svo mikið, nei ég er að skrifa um þetta af því að til skamms tíma hélt ég að ég væri ódauðleg og hagaði mér í samræmi við það.

Mér verður hugsað til allra þeirra sem eru að glíma við veikindi og þurfa að lifa með þeim á hverjum degi,
  ég dáist af þessu fólki hvað það sýnir mikið æðruleysi og dugnað.

EF er mjög leiðinlegt orð og EF ég er alltaf að nota það þá lifi ég í fortíðinni  og ég er að reyna að vera hér og nú,  ég vildi samt óska þess að ég hefði farið betur með mig í gegnum tíðina, stundum langar mig til að taka dætur mínar á tal og biðja þær að gera ekki sömu mistökin og ég gerði.
 En  það þýðir ekki neitt þær eru á þeim aldri þar sem okkur finnst við vera ódauðleg og við geta allt sem er nátúrulega nauðsynlegt og gott að sumu leiti  fyrir þetta þjóðfélag, því á þessum árum erum við svo drífandi og full af orku.

Það er miklu meira talað um heilsueflingu í dag heldur en var gert þegar ég var að alast upp þá var reykt yfir manni hvar sem var og lítið rætt um óhollustu, en það er örugglega erfitt að vera ungur í dag og þurfa endalaust að hlusta á nýjar upplýsingar um hvað sé hollt og hvað ekki og ég verð oft alveg týnd í þessu öllu og held að meðalhófið sé best.

Það sem hefur farið verst með mig er streyta hef ekki alltaf  kunnað mér hóf og vil alltaf vera að gera eitthvað sem náttúrulega mjög gott ef maður passar upp á sig en það hefur alltaf vantað í mig stopparann og ég sé þetta mikið í börnunum mínum þau hafa erft eða lært þetta af mér, ekki er sambýlismaðurinn betri hann þekkir ekki orðið stopp og ég þarf oft að stoppa hann af ef hann er að smíða.

Það er ekki alveg búið að gera við stopparann í mér, en mér hefur farið mikið fram og á það til að hvíla mig jafnvel bara um miðjan dag ef ég þarf þess með hugsa sér.  Einhvern tíman hefði ég bara sagt við sjálfa mig  
" hvaða leti er þetta",  við erum allar svona systurnar þurfum sífellt að vera að og eigum erfitt með að vera til friðs :)

Ég ætla að ná mér af þessu maga veseni sem er að hjá mig núna og vonandi fæ ég matarlistina aftur og get farið að elda eitthvað skemmtilegt og sett uppskkriftirnar hérna inn, núna má ég varla sjá mat þá verður mér bumbult.

Það er ekki á allt kosið og kannski grennist ég aðeins á þessu öllu og get farið að nota föt sem hafa hlaupið í skápunum hjá mér :)

Munum bara að fara vel með okkur því að við erum dýrmæt og eigum skilið að okkur líði vel, og heilsan fæst ekki aftur ef við missum hana.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!