Könglar !!!


Nú er rétti tíminn til að skoða hvað til er af föndurdóti t.d. könglum og hvað get ég gert við þá ?
Þessi skál er í bókahillu heima hjá mér og er reyndar búin að vera allt árið í henni eru könglar sem ég fann á förnum vegi og afgangs hnetur frá síðustu jólum og lítil epli.


Þetta er líka einföld og falleg hugmynd þessir borðar fengust fyrir jólin í fyrra í Sösterene gren þarf ekki að vera flókið.

 Það er hægt að gera krans úr könglunum og þá hef ég límt þá á basthring og þessi er með hvíttuðum könglum hægt að
dífa þeim í vatnsþynnta akríl málningu og þá getum við haft hvaða lit sem er svo  er hægt að bera á þá lím og sáldra yfir þá glimmer eða  spreyja þá gull eða silfur lita allt eftir smekk.


Þetta er einfalt og fallegt skreyta blóma pottana sem eru tómir síðan í sumar.


Það er líka hægt að nota könglana til að setja merkimiða á borðið í veislum
Þessi útiskreyting tekur stutta stund og bara muna að festa hana vel svo hún fjúki ekki.
Það liggur svo mikið af könglum á göngustígum og út um allt og um að gera að nýta þá muna bara
 að hreinsa og þurkka þá vel áður en við notum þá.

Þetta er sniðug gjöf til þeirra sem eru með arinn og eiga allt könglar, snæri, skæri og þurkkaðar kryddjurtir eða greni 
 ég gerði þessa eftir jólin í fyrra og setti greni með könglunum

pakkaði þeim svo inn og setti í útiofninn minn og kveikti í endanum og þetta logaði vel

 það kom svo góð lykt af greninu um að gera að nýta það sem til er.

Þetta er mjög einföld og falleg  bara könglar og hnetur í krukku nóg fellur nú til af krukkunum hjá manni. Góða skemmtun !!!

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!