Súkkulaði snúðar !

Jæja þá er matarlystin komin aftur og eldhúsverkin komin af stað :)
Ég bakaði súkkulaði snúða fyrir vinnukaffi á föstudag og var að gera þá í fyrsta skiptið en uppskriftina fann ég í Gestgjafanum:

Snúðar : 20stk:

1 1/2 dl volg mjólk
1 tsk þurrger
2 msk sykur
50 gr mjúkt smjör
1 egg
1/4 tsk salt
350 gr hveiti
2-3 msk volgt vatn ef þarf


Allt hráefnið nema vatnið sett saman í skál og hnoðið vel. Bætið vatni saman við ef deigið er of þurrt
. Hnoðið deigið vel í höndunum eða með hnoðaranum á vélinni. Setjið í skál og breiðið yfir og látið lyfta sér þar til það hefur tvöfaldast að umfangi það má líka láta deigið hefast í ísskáp yfir nótt.

Fylling: 180 gr mars eða annað súkkulaði skorið í litla bita. 2 msk smjör brætt og kælt lítillega.

Ég átti ekki mars en notaði suðusúkkulaði og nokkra daim mola sem ég áttium að gera að nota það súkkulaði sem ykkur þykir gott.
Flatti deigið út og hafði það c.a 1 cm þykkt.

Smurði deigið með smjörinu og sáldraði sukkulaðinu yfir og rúllaði því nokkuð þétt upp í pulsu og skar hana í 1-2 cm þykka bita.

Stillið ofninn á 180 gr. raðið snúðunum  nokkuð þétt á bökunarplötu með smjörpappír og látið hefast í 30 mín og bakið í 15-20 mín eða þar til snúðarnir hafa tekið fallegan lt.

Þeir voru mjög góðir en ég hefði mátt hafa deigið blautara því þá hefðu þeir orðið mýkri en svona er þetta maður er alltaf að læra í eldhúsinu og þess vegna finnst mér það svo gaman.


Husaði með mér að það væri  hægt að setja kryddblöndu inn í snúðana eða ost og krydd og hafa þetta góða brauðsnúða með súpu á örugglega eftir að prófa það.

Vona að vikan framundan verði góð hjá ykkur :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!