Vörutalning og föndur á sunnudegi !

Sunnudagar eru núna mínir uppáhalds dagar og dagurinn í dag var engin undantekning úti var rok og snjór en inni var hlýtt og notarlegt.

Ég ákvað að föndra smá og það var mjög gaman að gera það ætla að setja þessi hjörtu í eldhús gluggan hjá mér um jólin, ætla svo að gera hvít hjörtu sem eiga að vera á milli jóla.

Við erum að selja pakka með mis stórum hjörtum í og líka útskorin tré og ég ákvað nota tvö af stærri gerðinni.


Og málningu frá Mörthu Stewart en ég hef notað hana líka á dót sem hefur verið úti eins og sveppina sem við gerðum í sumar og hún hefur verið til friðs á þeim sem segir mér að hún er nokkuð góð.


 Þetta er svo afraksturinn bara gaman að þessu ég notaði eyrnapinna til að gera munstur en pensil til að mála með límdi svo servettu afklippu á og motaði Mod Podge til að líma þær á og mála yfir hjartað.


Skemmtilegar klósett myndir í bakgrunninn en ég notaði gamlan bækling til að mála á.

Síðan gerði ég birgðar talningu fyrir jólabaksturinn fór í skápana og sá hvað ég á og hvað vantar til að geta byrjað og verið búin að baka fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, það eru nú alltaf sömu sortirnar sem ég baka en svo bæti ég einhverri nýrri inn af og til og núna síðustu jól hef ég bakað meira af brauðmeti og ætla að gera það líka núna.

Vona að þið eigið yndislega viku framundan.







Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!