Síðasta veiðiferð sumarsins !
Að öllu óbreyttu þá var síðasta veiðiferðin okkar farin í 23. ágúst og það var svo gaman af því að Helga og Bjössi vildu fara með og við vorum að fara í fyrsta skiptið að veiða í Framvötnunum og vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Við sáum þetta skilti á gatnamótunum og við skoðum það vel og lögðum síðan aftur af stað um grýttan veg og stefnan tekin á Landmannahelli. Hekla í sparifötunum bara fyrir okkur það er svo oft sem ekki sést í toppinn á henni en þarna skartaði hún sínu fegursta. Ekki var útsýnið af verri endanum þarna innfrá Mér fannst þetta svo skemtilegt myndefni eitt umferðarskilti úti í auðninni. Það var farið að rökkva þegar við komum á áfangastað semsagt Landmannahelli Himininn var svo fallegur rauður, gulur og blár. Það er hægt að leigja sér hús eða svefnpokapláss þarna eða vera á tjaldstæði. Þessi mynd var tekin þegar við vorum að fara að sofa á föstudagskvöldið Um nóttina fraus og vö...