Að líta í eigin barm og geymslur !

Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hvernig við getum gert breytingar á lífi okkar til að einfalda það og hvernig breytingar fara misjafnlega vel í okkur.

Held að þetta tengist því að hún mamma er að takast á við þetta hún datt í maí og braut mjaðmagrind og lærlegg og það leit út fyrir að hún kæmist aldrei aftur á fætur, en sú gamla var nú ekki til í það og er farin að ganga með staf í dag og stefnir á að komast heim til sín fljótlega. En í framhaldi af þessu sér hún fram á að hún flytji í þjónustuíbúð og það er stórt skref fyrir hana að taka og hefur í för með sér miklar breytingar á hennar lífi.

 Hún er með búslóð sem er búin að safnast í mörg ár og getur ekki tekið allt með sér en hún er mjög tilfinninga tengd mörgu sem hún á þannig að þetta verður krefjandi verkefni fyrir hana og eftir að taka mikið á og á örugglega eftir að reyna á okkur líka og í framhaldi af þessu fór ég að velta mínum dóta málum fyrir mér.

Það getur verið gott að staldra við öðru hvoru og skoða hef ég verið að safna dóti t.d í geymsluna eða á háaloftið ? Og af hverju er ég að geyma þetta dót ? Er þetta eitthvað sem ég hef tengst út af einhverjum minningum. Ég er með dót sem ég get ekki látið frá mér enn sem komið það eru föt og föndur frá börnum minum, en fyrir nokkrum árum tók eg mig til og valdi myndir sem þau hafa gert og setti þær í ramma og gaf þeim með jólapakkann og þeim fannst það skemmtilegt.



Einnig er ég byrjuð að flokka ljósmyndir og ætla að gefa þeim sem eru á myndunum, þá geta þeir ráðið hvað verður um þær, en ég er mikill krukku safnari og hef líka verið að safna að mér alls konar föndurefni og ég gæti verið heima í 3 mánuði og ekki farið út úr húsi og samt haft nóg að gera í föndri, þetta er ekki allt í lagi en í sumarfríinu ætla ég að fara í gegnum þetta dót og sjá hvað má fara og þá ætla ég að finna því góðan stað þar sem þetta verður notað.


ég er nýbúin að fara í gegnum fataherbergið og lét ýmislegt fara í Rauða kross gáminn en á ennþá erfitt með að láta sumt frá mér og elstu flíkurnar eru síðan ég var um tvítugt eins og þessi dragt er einhver smuga að ég muni nota hana aftur ég velti því fyrir mér hún er með herðapúða og allers, ég get kannski verið í henni á sextugs afmælinu mínu í næsta mánuði hver veit.



Nú er ég líka að reyna að vanda mig að vera ekki alltaf að kaupa eitthvað "smotteri" það hefur komið fyrir að ég hef gert mjög góð kaup og ætlað að gefa í afmælis eða jólagjöf og bara gleymt þessu inni í skáp og það er lítill sparnaður í því eða hvað.

Það eru nokkur góð ráð sem ég ætla að hafa í huga þegar ég kíki í búðir,  en mér finnst gaman öðru hvoru að fara í búðir, skoða úrvalið og fá hugmyndir og vita hvað er til "einhver þarf að fylgjast með hvað er til í búðunum".

1. Ef ég sé eitthvað sem mig vantar alveg endilega á þessari stundu, þá ætla ég að fresta því þar til ég kem næst og sjá hvort mig hafi vantað þennan hlut mikið eða kannski bara búin að gleyma honum fljótlega.

2. Ef mér dettur í hug að kaupa mér eitthvað á afborgunum þá er gott að skoða stöðuna í fjármálunum þarf ég að eignast þetta strax eða get ég safnað fyrir þessu og staðgreitt og jafnvel beðið um afslátt?

3. Hefur þú "lent" í því að kaupa þér eitthvað sem leiddi til þess að þú þurfir að kaupa eitthvað annað í stíl t.d föt eða punt fyrir heimilið  ég hef óvart lent í þessu og held að ég sé ekki ein um það.

Stundum er gott að kaupa sér föt sem passa vel við það sem við eigum fyrir og þannig getum við hresst upp á þau,  ég hef líka sett kraga á peysu sem ég var búin að eiga lengi fer oft í Rauðakross búðir og finn þar ódýrt bæði tölur og blúndur til nota í þetta ( föndurherbergið).

Einning hef ég sprautað gamla kertastjaka og gefið þeim nýtt líf og keypt ódýra bakka í Góða Hirðunum og gömul köku mót til að nota í skreytingar og oft má fá sér ný púðaver og það breytir miklu ef við erum orðin leið og langar að henda öllu út.

4. Ef þig langar að minnka dótið í kringum þig þá getur verið gott að selja það og ná sér í smá aukapening t.d fyrir sumarfrí, eða þegar við erum komin á miðjan aldur að spyrja börnin okkar hvort þau vilji eitthvert af þessu.  Það er ekki alltaf auðvelt að gera þetta en manni líður betur á eftir.

5. Getur verið að við séum hrædd við að láta frá okkur dót og gera breytingar í lífi okkar? Þurfum við þá ekki að yfirstíga þennan ótta og hvernig gerum við það?

6. Þurfum við kannski að endurskoða hugmyndir okkar um okkur sjálf og umhverfi okkar ? Erum við að burðast með úreltar hugmyndir um okkur sem ekki eiga við rök að styðjast?

Getur verið hollt að staldra við og hugsa "hver er ég,  og hvað vil ég fá út úr lífinu,  er ég sátt/ur, og kannski komumst við að því að við erum sátt og það er bara gott að vita það.

Hvernig viltu þú eyða tíma þínum? Í eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt eða í að þurrka af dóti?
Það dót sem ég hef sett í nytjagáma Sorpu og ég hélt að ég mundi sakna mikið hafa örugglega lent á góðum stað og verið notaðir í staðin fyrir að liggja og safna riki hjá mér ég hef ekki saknað þeirra hvað með þig?


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!