Markmiðasetning eða ekki ????
Markmiðasetning er mjög góð í sjálfu sér og það er gott að hafa eitthvað til að stefna að, ef það verður ekki íþyngjandi fyrir mann.... Sjálf hef ég bæði sett mér skammtíma og langtímamarkmið. Það er langt síðan ég hætti að setja mér markmið um að fara í megrun, orðið megrun gerir mig svo svanga að ég hugsa stöðugt um mat og súkkulaðikökur og fl. Það hefur reynst mér betur að nota orðið heilsuefling því að það er mun skemmtilegra orð og nær yfir fleira en mat. Það er líka nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt t.d. leikhús, tónleikar, matarboð og fl. og ef við erum búin að vera lengi á leiðinni að fjölga þessu þá er gott að gera sér smá plan um það. Ég sjálf er orðin hálfgerður hellisbúi og nenni bara helst ekki að fara úr húsi eftir að ég er komin heim úr vinnu, en það stendur nú til bóta og ég er búin að setja mér markmið um þetta og meira að segja farin að framkvæma líka ...húrra húrra..... Heima við finnst mér gott að setja mér fyrir verkefni og ég...