Gulrætur....sem urðu að súpu ....
Þær eru svo góðar svona alveg glænýjar og það er allt annað bragð af þeim sérstaklega ef maður hefur ræktað þær sjálfur.
Nú er um að gera að borða þær meðan birgðir endast og þess vegna ákvað ég að prófa að gera mína gulrótarsúpu.
Í hana fór:
800 gr. gulrætur
1 dós kókosmjólk
3 hvítlauksrif
smá biti af túrmenikrót ( 1cm )
biti af engiferrót
salt, pipar
1/2 ltr. vatn
laukur notaði litlu laukanan mína og þeir voru 4 eða 1 meðalstór laukur
1 grænmetisteningur.
Þessi uppskrift er alveg fyrir 6 og svo er afgangur sem gott er að frysta og eiga í nesti.
Setti smá olíuslettu c.a 1 tsk í stórann pott og út í það allt kryddið og lét það aðeins samlagast
bætti gulrótum í sneiðum út í og lét þær hitna vel í gegn í smá stund.
Þá fór vatnið og teningur út í og þetta sauð þar til gulræturnar fóru að mýkjast c.a. 10 mín.
Næst notaði ég töfrasprotann til að mauka súpuna og bætti síðan kókosmjólkinni út í og smakkaði hana til og lét hana síðan malla við vægan hita á með ég undirbjó brauðið sem ég hafði með.
Svona leit súpan út gul og falleg og ilmurinn og bragðið alveg yndislegt þetta var alveg nýtt bragð fyrir mig og mér líkaði það vel.
Ég hafði tekið pizzadeig úr frysti daginn áður og ekki notað það, því var alveg upplagt að búa til brauð með súpunni úr því og nota restar af hinu og þessu úr ískápnum í það.
Ég flatti deigið út og smurði það með camenbert smurosti og síðan með grófu sinnepi
Átti nokkrar skinku sneiðar skar þær og settiofan á tók svo smá fetaost og muldi yfir og því næst skar ég brauðost afganga í bita og setti yfir.
Bakaði þetta þar til osturinn var bránaður og þetta kom vel út með súpunni, alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
Comments