Posts

Showing posts from May, 2014

Bollur með ýmsu góðgæti í og á

Image
Ég tók mig til og bakaði skinkuhorn um daginn og ákvað síðan að halda áfram að baka og notaði sömu uppskrift til að búa til bollur. Deig: 100 gr smjör 1/2 líter mjólk 1 pakki þurrger 60 gr sykur 1/2 tsk salt 900 gr hveiti Hitið mjólk og smjör við vægan hita, hellið þessu í skál og sáldrið gerinu yfir og hrærið það vel saman við vökvann. Bætið salti og sykri út í ásamt hluta af hveitinu ( ég tók frá 1/3 ). Þessu er hrært saman í skálinni með sleif og þegar deigið loðir vel saman breiðið þá klút yfir það og setið það á hlýjan stað og látið það lyfta sér í 30 mín. Restini af hveitinu bætt við smátt og smátt,  ekki víst að þið þurfið að nota það allt ég gerði það ekki vildi hfa deigið aðeins blautt því að þá verða bollurnar mýkri. Skar niður skinku, rauða papriku, smá basiliku og smá rifinn ost og flatti deigið aðeins út og setti blönduna á og síðan hnoðaði ég þetta smá og mótaði bollur.  Penslaði þetta með eggi og setti smá ost og g...

Ævintýri á efri árum eða fífldirfska

Image
Aldrei of seint að leita uppi ævintýrin !!!                                                                      By Kim Minji  Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér  hvað ég sé eiginlega búin að koma mér í en ég er að fara fara í 4 vikur til Ítalíu eftir 9 daga með fólki sem ég þekki ekki neitt og verð í íbúð og jafnvel herbergi með konum sem ég hef enn ekki hitt er þetta ekki brjálæði fyrir konu á mínum aldri ? Þegar ég hugsa svona um þetta þá finn ég fyrir smá kvíða út af ferðinni og fer að ímynda mér allskonar vitleysu og það er ekki hollt fyrir mig, ég hef undanfarið eitt og hálft ár verið að takast á við kvíða t.d. að vera innan um margt fólk og nýjar aðstæður.  Til að vinna bug á kvíðanum hef ég verið  dugleg að fara eitthvað og gera hluti sem eru kvíðvænlegir fyrir mig ...

Kjúklingur, sítróna og júrógláp

Image
Við gömlu hjúin erum búin að vera á fótum síðan um sjö í morgun og erum búin að láta hendur standa fram úr ermum hérna heima við í dag og þá verður maður ótrúlega svangur. Svo að ég skrapp í búðina að versla og var eitthvað sljó og hugmyndasnauð enda búin að vera allt of lengi á fótum :) en ég rakst á kjúkling ( þetta var nú ekki harður árekstur ) og ákvað að kaupa pakka með fjórum leggjum og fjórum vængjum og láta svo bara ráðast hvað ég gerði við þá og þessi pakki kostaði alveg heilar 546 kr. Ég setti kjúllann í eldfastmót og 3 hvítlaukrif og 4 gulrætur í bitum með og yfir þetta setti ég smá sítrónu olíu og svo safa úr einni sítrónu, salt, pipar og smá krydd frá marakó sem mér var gefið, það er hægt að nota paprikukrydd t.d í staðinn. Þetta fór inn í vel heitan ofninn á 250 gr. í 10 mín og lækkaði svo hitann í 150 og lét þetta malla í 30 mín með álpappír yfir mótinu.  Þá skar ég 3 stórar kartöflur í bita og tók fatið út og og setti þær undir kjúklinginn og i...

Nú fer að styttast í Ítalíu ferðina mina !

Image
Og það er alltat eitthvað sem mér tekst  að finna  til að hafa áhyggjur yfir, og nú er það hvaða föt á ég að taka með mér út í vöggu tískunar. Á ég að taka með mér eitthvað fallegt eða bara eitthvað þægileg. Ég tók mig til og ruslaði úr fataherberginu  því sem ég held að geti gengið þarna úti,  þessi hrúga þarna í stólnum er bara partur af því sem ég á og nú vantar bara kjarkinn til að máta þessi ósköp. Ég fann þetta pils sem ég er búin að eiga árum saman og mér leið alltaf vel í því en nú hef ég ekki notað það í mörg ár og það sama má segja um þennan gula kjól hver veit kannski fær hann að fara með.  Undanfarin sumur hef ég verið mikið í þessum skóm eða vöðluskóm og ekki ætla ég nú að taka þessa viðarvörðu með mér í þetta sinn. Nei þá eru þessir nú dömulegri í landi tískunnar. Gæti alveg huhugsað mér að taka með eitthvað svona t.d en ég á það bara ekki en það er aldrei að vita kannski kaupi ég mér það bara þarn...