Halló halló ertu að koma ????? 2014
Árið 2013 byrjaði ekki vel hjá mér, andleg og líkamleg vanlíðan var í hámarki og ég hafði ekki verið í vinnu frá byrjun otk. 2012.
Það var sótt um fyrir mig á Heilsustofnun í Hveragerði og ég mátti mæta þar 10.janúar og ég var bæði kvíðin og spennt fyrir því, en batt miklar vonir við að ég næði almennilegri heilsu þar.
Það er hörku vinna að ná aftur heilsu þegar maður hefur tapað henni og ég vann vel í mínum málum á hælinu og fékk frábæra hjálp þar.
Ég fór í listaþerapíu alveg mögnuð upplifun, ég gerði m.a. þetta lífsins tré með fingurgómunum og uppgvötvaði hvað hendurnar á okkur eru stórkostlegar hef alltaf tekið þeim sem sjálfsögðum hlut en ég geri það ekki lengur.
Ég kom heim úr Hveragerði 7. febrúar mun hressari á líkama og sál búin að hlæja og gráta um alla ganga og kynnast yndislegu fólki og í fyrsta skiptið frá því að veikindin byrjuðu í október fann ég fyrir von og ég ákvað að láta gamlan draum rætast og byrja að blogga og fyrsta færslan mín var 19. febrúar 2013 og þessi mynd var þar og ekki var ég nú mjög góð að taka myndir á þessum tíma.
En æfingin skapar meistarann og mér hefur farið mikið fram í myndartöku og núna er ég búin að taka 1150 myndir og er alls ekki hætt.
það voru teknar myndir af allskonar dóti hérna heima t.d bókahillum
Elhússkápum
Krukkum
Hvítlauk
Blómum í krukkum og krúsum það var ekkert óhult hérna fyrir mér með myndarvélina
Meira að segja setti ég inn myndir af klósettinu þegar framkvæmdir og breytingar stóðu þar yfir og sambýlingurinn mátti heita heppin að ég væri ekki komin ofan í kok á honum með vélina.
það voru bakaðar berjalummur með marsípani
Sett niður Basilikku fræ og fylgst með þegar þau komu upp
Prjónaði lopapeysu úr afgöngum
Tók nærmynd af túlipana
Bjó til eggjaköku fyrir systra hitting um páskana
Bakaði brauð úr pizzadeigi
Fylgdist með þegar rabbabarinn var að koma upp úr moldinni
Gerði ostapasta
tók mynd af dúk sem gömul kona í Barcilona saumaði og ég keypti af henni
Myndaði eplin sem fóru í eplakökuna
bjó til hvítlauks og chilli olíu á rigningardegi
gúrkur voru súrsaðar
Bakaði berjabrauðog krækiberja kökur
Saxaði niður litskrúðugt grænmeti í súpu
Bakaði súkkulaði köku
Setti niður meira af fræjum
Gerði fiskibollur úr ýsu
gerði líka bollur úr silung
Fór í tómataferð í sveitina
Þurkkaði tómata í ofninum og setti í olíu og bjó til tómatsósu í krukkur og svo mætti lengi telja ætla að halda þessari upprifjun minni áfram í næstu færslu.
Comments