Mynta hvað gerir hún?


Nú sprettur myntan sem aldrei fyrr í garðinum hjá mér hún hefur ekki náð sér á strik undan farin ár vegna þess að hún var alltaf í miklum skugga, mér er sagt að hún sé fljót að breiða úr sér og ég sé það eftir þetta sumar að það er rétt.  En hvað geri ég við alla þetta myntu?  Ég hef verið að lesa mér til um hana og í hvað og við hverju er gott að nota hana.
Ég fann þetta á netinu og þar er talað um hana af mikilli virðingu sem lækningarjurt, eins og sést á þessari mynd, En þar er talað um að hún sé góð bæði útvortis og innvortis.

Innvortis 
Verk- og vindeyðandi, krampalosandi, vinsæl við flökurleika og uppköstum, örvar lifrarstarfsemi og styrkir gallblöðru. Fyrir viku síðan prófaði ég að nota hana við magakveisu og hún virkaði vel fyrir mig veit ekki hvort hún læknaði kveisuna en hún róaði magann, en ég drakk vatn sem hún var búin að liggja í.

Útvortis.

Hún er notuð í nuddolíur og krem til að auka blóðrás og súrefnisflæði í vöðvum og ég hef haft með mér í lengri göngur fótakrem með piparmyntu og borðið það á mig á kvöldin eftir langan göngu dag og það er yndislegt hún er svo kælandi og góð fyrir æðarnar.


Í rannsókn á myntu í Wheelig Jesuit University í vestur Virginíu fundu þeir út að bara með því að þefa reglulega af myntunni borðaði fólk 2800 kaloríum minna á viku í samanburði við þá sem ekki þefuðu.
Þannig ef einhver þarf að ná í mig á næstunni verð ég úti að þefa og ég ætla að kíkja í kringum mig og ath hvort ég rekist á aðra þefara, kannski stofa hóp sem hittist reglulega og við getum þefað saman og orðið rosalega fitt og fín og þegar við erum búin að þefa þá getum við fengið okkur góðgæti úr myntunni.


Rakst á þetta hjá henni Mörtu Stewart hún setur brætt súkkulaði á blöðin og borðar þau.

Þetta lítur líka vel út og ég á eftir að prófa þetta allt hef bara ekki haft tíma í það sökum anna, en þetta er vatnsmelóna, fetaostur og myntublað örugglega mjög ferskt og gott, bara að passa sig að þefa ekki af blaðinu fyrst því þá er hætt við því að þið borðið þetta ekki samkvæmt rannsókninni góðu.


Ég hef verið að drekka vatn með myntu og sítrónu undanfarið það á að hafa hreinsandi áhrif mér finnst það bara svo gott.


Þetta fann ég líka á netinu þar mæla þeir með því ef þú ætlar að hreinsa líkamann vel t.d. eftir útilegu sukkið þá sé gott að drekka soðið vatn ( það er alltaf gott) með sítrónusafa, myntulaufum og bláberjum, það fylgdi ekki sögunni hvort berin væru borðuð ég mundi gera það.

Það er því alveg ljóst að piparmynta er algjör snilld hvort heldur er útvortis, innvortis, til að þefa af eða til að nota í góða rétti og muna bara að það er mjög auðvelt að rækta hana, ég fékk smá rót hjá góðri konu og hélt nú að ekkert kæmi upp af henni en það er öðru nær og svo er hægt að kaupa plöntu og setja 
hana út í garð eða svalir og hún er fjölær og kemur aftur upp næsta ár.
En það eru til ótal afbrigði af piparmyntu og ég er með þrjár tegundir í garðinum mínum en veit ekki hvað þær heita, það verður næsta rannsóknarefni hjá mér.

Svo má ekki gleyma því að muntan er góð til þurkkunar til að eiga í te í vetur, gott að setja hana út í heitt súkkulaði og svo er jafnvel hægt að setja hana í matvinnslu vélina og gera mauk úr henni og setja það í klkabox og frysta til að eiga út í allskonar í vetur jafnvel prófa að nota það í Mojitoen það má líka drekka hann alkóhól lausan.
Góða skemmtun og það eru allir velkomnir í þefklúbbinn minn.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!