Maður er ekki gamall fyrr en ?
Maður er ekki gamall fyrr en eftirsjá tekur við af draumum. - John Barrymore
Já það er sannleikur í þessum orðum og við höfum örugglega öll gert eða ekki gert eitthvað sem við sjáum eftir það er partur af því að vera mannlegur, en ef við erum föst í eftirsjá og sjáum ekki það sem er framundan þá þurfum við að hugsa okkar gang.
Að eiga sér drauma er eitthvað sem við þurfum öll og svo er misjafnt hvers konar draumar það eru getur verið draumaferð, nám, eignast kartöflugarð, búa í öðru landi, og svo mætti lengi telja, en þegar við höldum að við getum þetta ekki af því að við séum of gömul, eigum ekki pening, eða hvað það er sem við setjum fyrir okkur þá þurfum við kannski að endurskoða hugsana ganginn hjá okkur.
Ef ég er ákveðin í að láta verða að því að fara í drauma ferðina mína þá verð ég bara að byrja að spara í dag og kannski þarf ég að láta eitthvað annað á móti mér á meðan þetta er alltaf val hjá okkur og það er svo gott að hafa þetta val.
Hefur þú sest niður og hugsað um hverjir þínir draumar eru? Hvaða drauma áttir þú þegar þú varst yngri ?
Hafa þeir ræst ? Finnst þér þú vara að missa af lestinni og að þú getir ekki þetta eða hitt af því að þú sért orðin of gömul ( gamall ) ?
Ekki gefa draumana upp á bátinn það er ekki of seint að láta þá rætast, ég segi alltaf " ég vil frekar prófa og mistakast og geta þá farið sátt á elliheimilið og sagt ég reyndi þó" en ekki sitja í eftirsjá og segja ég hefði átt að.
Mig er búið að langa í nokkur ár að læra ítölsku og hef reynt að komast á námskeið en það hefur alltaf eitthvað komið upp á eða ég hef ekki forgangs raðað þannig hjá mér að ég hafi komist, en núna ætla ég að láta verða að því og í dag ætla ég að skrá mig í MH í ítölsku og þótt ég læri ekkert nema góðan daginn og góða nótt þá verð ég alsæl að hafa allavega farið og látið þennan draum rætast.
Mig hefur líka lengi langað að fara til ítalíu og nú verður byrjað að setja í baukinn aur til að safna fyrir ferð þangað og þótt það taki 1-2 ár þá er það í lagi ég er þá alla vega að vinna að því að komast þangað og það er gaman að hafa eitthvað spennandi að stefna að. ég er löngu búin að kaupa mér bók um ítalíu og nú þarf ég bara að finna hana og setja hana á náttborðið og grípa í hana og plana ferðina mína.
Fann síðu á netinu sem er með myndum af húsum til leigu á ítalíu úlla la gott er að láta sig dreyma :)
http://www.cavezzana.com/la-casa-colonica.php
Já það er nokkuð ljóst að ég er sko ekkert að verða gömul því að enn á ég fullt af draumum og ég vona að þið eigið það líka.
Að eiga sér drauma er eitthvað sem við þurfum öll og svo er misjafnt hvers konar draumar það eru getur verið draumaferð, nám, eignast kartöflugarð, búa í öðru landi, og svo mætti lengi telja, en þegar við höldum að við getum þetta ekki af því að við séum of gömul, eigum ekki pening, eða hvað það er sem við setjum fyrir okkur þá þurfum við kannski að endurskoða hugsana ganginn hjá okkur.
Ef ég er ákveðin í að láta verða að því að fara í drauma ferðina mína þá verð ég bara að byrja að spara í dag og kannski þarf ég að láta eitthvað annað á móti mér á meðan þetta er alltaf val hjá okkur og það er svo gott að hafa þetta val.
Hefur þú sest niður og hugsað um hverjir þínir draumar eru? Hvaða drauma áttir þú þegar þú varst yngri ?
Hafa þeir ræst ? Finnst þér þú vara að missa af lestinni og að þú getir ekki þetta eða hitt af því að þú sért orðin of gömul ( gamall ) ?
Ekki gefa draumana upp á bátinn það er ekki of seint að láta þá rætast, ég segi alltaf " ég vil frekar prófa og mistakast og geta þá farið sátt á elliheimilið og sagt ég reyndi þó" en ekki sitja í eftirsjá og segja ég hefði átt að.
Mig er búið að langa í nokkur ár að læra ítölsku og hef reynt að komast á námskeið en það hefur alltaf eitthvað komið upp á eða ég hef ekki forgangs raðað þannig hjá mér að ég hafi komist, en núna ætla ég að láta verða að því og í dag ætla ég að skrá mig í MH í ítölsku og þótt ég læri ekkert nema góðan daginn og góða nótt þá verð ég alsæl að hafa allavega farið og látið þennan draum rætast.
Mig hefur líka lengi langað að fara til ítalíu og nú verður byrjað að setja í baukinn aur til að safna fyrir ferð þangað og þótt það taki 1-2 ár þá er það í lagi ég er þá alla vega að vinna að því að komast þangað og það er gaman að hafa eitthvað spennandi að stefna að. ég er löngu búin að kaupa mér bók um ítalíu og nú þarf ég bara að finna hana og setja hana á náttborðið og grípa í hana og plana ferðina mína.
Fann síðu á netinu sem er með myndum af húsum til leigu á ítalíu úlla la gott er að láta sig dreyma :)
http://www.cavezzana.com/la-casa-colonica.php
Já það er nokkuð ljóst að ég er sko ekkert að verða gömul því að enn á ég fullt af draumum og ég vona að þið eigið það líka.
Comments